fbpx
Þriðjudagur 28.maí 2024
Fréttir

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 04:04

Frá tilraun með DragonFire. Mynd: Gov.uk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur fyrir rafmagni, getur hæft mynt í kílómetra fjarlægð og kostnaðurinn við hvert skot er aðeins brot af því sem kostar að skjóta flugskeyti. Þetta er nýtt ofurvopn sem Bretar hafa þróað og hafa nú í hyggju að láta úkraínska herinn fá.

Hér er um laservopn að ræða, svona álíka og hægt er að sjá í Stjörnustríðsmyndunum. Vopnið skýtur skærum ljósgeisla frá sér sem hæfir skotmarkið og sprenging verður.

Bretarnir kalla vopnið DragonFire. Það átti upphaflega ekki að vera tilbúið til notkunar fyrr en 2032 en innrás Rússa í Úkraínu ýtti heldur betur við Bretum og þeir settu mikinn kraft í hönnun vopnsins og telja nú að það verði tilbúið 2027.

En það getur farið svo að Úkraínumenn fái það mjög fljótlega, jafnvel þótt það sé ekki alveg tilbúið. Grant Shapps, varnarmálaráðherra, sagði í samtali við BBC að vopnið þurfi ekki endilega að virka 100% áður en Úkraínumenn fá það. Það sé hægt að láta þeim það í té þótt það virki aðeins 70% af því sem fyrirhugað er. Úkraínumenn taki það í notkun og reynsla þeirra verði hluti af þróunarvinnunni við það.

Vopnið var prófað í janúar gegn flugskeytum og þykir framúrskarandi til að takast á við þau. Bretarnir segja að það geti hæft mynt, á stærð við 1 krónu, á eins kílómetra færi, það verður ekki uppiskroppa með skotfæri og hvert skot kostar aðeins sem svarar til tæplega 1.800 íslenskra króna á meðan hvert hefðbundið flugskeyti kostar sem svarar til tuga milljóna íslenskra króna.

Gallinn við það er að það er aðeins hægt að nota það gegn sýnilegum skotmörkum, það getur því ekki tekist á við skotmörk sem eru langt í burtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásta Lóa lætur kollega sína á þinginu heyra það: „Ég bara skil þetta ekki“

Ásta Lóa lætur kollega sína á þinginu heyra það: „Ég bara skil þetta ekki“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði

Sakaðir um að setja á svið umferðarslys í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Fjórir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut

Fjórir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“

Skatturinn krefur lífeyrisþega um milljónir fyrir mistök – „Það er eins og þessi tölvukerfi séu að reyna að búa til hjartaáfall hjá manni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sló nokkur leitarorð inn í Google – Stuttu síðar hafði hún tapað aleigunni

Sló nokkur leitarorð inn í Google – Stuttu síðar hafði hún tapað aleigunni