fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. apríl 2024 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson segir starfsfólk Dalslaugar í Úlfarársdal hetjur sem eigi allt hrós skilið. Þau hafi látið börnin sem sækja laugina heim njóta vafans þegar varað var við dæmdum barnaníðing.

Þetta skrifar rithöfundurinn á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter) og vísar til máls Jóns Sverris Bragasonar sem lögregla hafði afskipti af í vikunni eftir að skólastjóri Dalskóla varaði foreldra og forráðamenn barna í skólanum við því að þessi maður væri að leita í laugina á skólatíma.

Skólastjóri tók fram að Jón Sverrir spjallaði reglulega við drengi í lauginni og næst þegar hann kæmi í hús yrði hann kallaður inn til forstöðumanns laugarinnar ásamt skólastjórnanda. Að auki yrði kallað til lögreglu. Jón Sverrir er með tvo fangelsisdóma að baki, annars vegar fyrir kynferðisbrot gegn unglingsdreng með þroskaskerðingu og hins vegar fyrir vörslur barnaníðsefnis.

Sálir í húfi

Stefán Máni skrifar:

„Ég á varla orð til að lýsa aðdáun minni á starfsfólki Dalslaugar í Úlfarársdal. Þau taka eftir eldri manni sem gerir sér far um að tala við unga drengi, kortleggja mætingar hans, komast að því að hann er dæmdur barnaníðingur og koma í veg fyrir að hann brjóti gegn drengjunum.

Get ekki hætt að hugsa um þetta. Þau voru að bjarga mannslífum. Sálir í húfi.

Þetta eru vægast sagt hetjur og eiga allt hrós skilið. Að dæmdir barnaníðingar séu ekki undir strangara eftirliti en þetta er svo önnur saga. Þegar þessi drulluhaus var tekinn var hann með barnaklám í fórum sínum. Hvað er í tölvunni hans í dag?“

Hafði unnið sér inn traust drengja

DV ræddi við móður drengs sem Jón Sverrir hafði átt hvað mest samskipti við í lauginni, en henni og syni hennar var eðlilega brugðið vegna málsins. Hún greindi frá því að þegar skólinn hafi heyrt af málinu hafi þau í samstarfi við Dalslaug skoðað upptökur úr sundlauginni. Móðirin sagði níðinginn hafa unnið sér inn traust drengjanna sem hafi litið á hann sem góðan vin, þrátt fyrir að Jón Sverrir sé tæplega sjötugur að aldri.

„Ef þú ert læknaður af svona hvötum þá ertu ekki að leggja á þig margra mánaða vinnu við að kynnast drengjunum og stúdera þeirra stundatöflu og æfingaskrá. Það sýður á mér og fleiri foreldrum í hverfinu. Hvað hefði gerst ef enginn hefði komist að þessu? Drengirnir voru spenntir yfir því að hitta hann, hlökkuðu til .“

Skólastjóri Dalskóla, Hildur Jóhannesdóttir, sagði í bréfi sínu til foreldra að það væri ljóst að Jón Sverrir væri að mynda tengsl við drengi og hugsanlega að undirbúa vinskap. Skólinn hafi nýlega verið upplýstir og fór í kjölfarið að safna upplýsingum og rekja málið með aðstoða forstöðumanna sundlaugarinnar og sundkennara.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin“

Sjá einnig: Jón Sverrir er barnaníðingurinn í Dalslaug – Var búinn að ávinna sér traust 13 ára drengja í marga mánuði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Í gær

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Í gær

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun