fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Maður gengur berserksgang í Langholtshverfi – Skemmir bíla og girðir niður um sig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. apríl 2024 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Langholtshverfi hefur birt myndbönd af tryllingslegu framferði manns þar núna í eftirmiðdaginn. Á myndböndunum sést maðurinn meðal annars taka upp grjót og berja með því ítrekað á afturhlið bíls.

Ennfremur sést hann girða niður um sig buxur og nærbuxur úti á miðri götunni og bera afturendann.

Íbúinn sem tók upp myndbönd af manninum hringdi í lögreglu og greindi frá athæfi mannsins.

Atvikin áttu sér stað á Langholtsvegi. Maðurinn gekk síðan inn í Langholtskirkju.

Uppfært kl. 16:05 – Maðurinn handtekinn:

DV náði sambandi við Unnar Mál Ástþórsson, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segir Unnar að maðurinn hafi verið handtekinn og er hann núna í haldi lögreglu. Segir Unnar að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Hinn handtekni er Íslendingur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi