fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Starfsfólki kvikmyndahúss í Danmörku urðu á skelfileg mistök

Pressan
Mánudaginn 4. mars 2024 21:30

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar slæm mistök starfsfólks kvikmyndahúss í Hellerup í Danmörku um helgina urðu til þess að gera þurfti óvænt hlé á sýningum og biðja þá sem keypt höfðu sér popp að fara og skola á sér munninn.

Í frétt TV 2 Kosmopol kemur fram að starfsmaður hafi notað hreinsiduft í poppvélina í staðinn fyrir að nota salt. Mistökin uppgötvuðust þegar viðskiptavinir höfðu bragðað poppið og fundið skrýtið bragð af því.

Í frétt TV 2 kemur fram að haft hafi verið samband við eitrunarmiðstöð og starfsfólk fengið ráð um næstu skref. Var gestum sem höfðu bragðað poppið bent á að fara á salernið og skola vandlega á sér munninn með vatni.

Jacob Elkær-Hansen, framkvæmdastjóri MovieHouse Hellerup, þar sem mistökin áttu sér stað, segir að sennilega hafi starfsfólk sem sér um ræstingar skilið hreinsiefnið eftir á glámbekk og starfsmaður kvikmyndahússins talið að um salt væri að ræða.

Jacob segir að kvikmyndahúsið harmi mistökin en engum hafi orðið meint af. Kvikmyndahúsið hafi að minnsta kosti ekki fengið neinar tilkynningar þess efnis. „Sem betur fer vegna þess að þetta voru skelfileg mannleg mistök,“ segir Jacob.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi