fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Dómurinn gegn leigubílstjóranum birtur – Stúlkan var á framhaldsskólaaldri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. mars 2024 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtur hefur verið dómur yfir erlendum leigubílstjóra sem sakfelldur var fyrir nauðgun gegn íslenskri konu. DV greindi frá sakfellingu mannsins fyrir skömmu, en maðurinn var dæmdur í tveggja ára á fangelsi. Stúlkan var nýorðin 17 ára þegar brotið átti sér stað haustið 2022.

Sjá einnig: Leigubílstjóri dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun á farþega

Nafn mannsins er gefið upp í dómnum en hann heitir Abdul Habib Kohi. Ekki kemur fram í dómnum á hvaða leigubílastöð hann starfaði. Brotið var framið áður en lögum um leigubílaakstur var breytt, m.a. á þann veg að leigubílstjórar þurfa ekki að vera starfandi á leigubílastöðvum til að fá akstursleyfi. Þjóðerni mannsins er ekki gefið upp en samkvæmt heimildum DV er hann frá Afganistan og kom hingað til lands sem hælisleitandi.

Samkvæmt framburði stúlkunnar sem rakinn er í dómnum leitaði hún ásjár bílstjórans í Lækjargötu en hún var þá illa til reika og veik. Hafði hún orðið viðskila við vini sína og týnt bæði síma og veski. Bílstjórinn bauðst, að hennar sögn, til að aka henni heim til hennar í Reykjanesbæ. Hann var síðan sakaður um að hafa brotið gegn stúlkunni í bílnum með eftirfarandi hætti:

„Ákærði er ákærður fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. september 2022, í leigubifreiðinni […], sem ákærði ók frá miðborg Reykjavíkur til […],
án samþykkis og með því að beita ólögmætri nauðung, haft önnur kynferðismök við brotaþola, sem var farþegi í bifreiðinni, en ákærði kyssti brotaþola nokkrum sinnum á munninn, þuklaði á brjóstum hennar innan- og utanklæða, þuklaði á kynfærum hennar utanklæða og nuddaði kynfæri hennar innanklæða. Í ákæru er háttsemi ákærða talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

Samkvæmt lagaákvæðum gerist sá sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við aðra manneskju án samþykkis sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi frá einu til 16 ára.

Var í miklu uppnámi

Í skýrslu lögreglu um málið segir að stúlkan hafi virst vera í miklu tilfinningalegu uppnámi. Fljótlega eftir að málið hafði verið tilkynnt til lögreglu var Abdul stöðvaður á Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Stúlkan fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í Fossvogi en Abdul var fluttur á lögreglustöð.

Læknir og hjúkrunarfræðingur á neyðarmóttökunni lýsa því að stúlkan hafi verið í miklu uppnámi og grátið. Einnig kom fram hjá lækninum að brotaþoli hefði sagt einlæglega frá þegar hún lýsti atvikum en verið í sjokki, grátið og hniprað sig saman og nuddað höndunum saman allt viðtalið. Stúlkan hafi greinilega verið í áfalli.

Lífsýni á stýri og gírstöng

Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa aðeins hafa snert stúlkuna til að aðstoða hana en hún var veik og kastaði upp út um glugga bílsins. Framhurður hans þótti hins vegar ótrúverðugur auk þess sem ósamræmi var á milli þess sem hann sagði fyrir dómi og í yfirheyrslu lögreglu rétt eftir handtöku. Við lögreglu sagði hann t.d. að stúlkan hefði litið út fyrir að vera 16-17 ára en fyrir dómi sagði hann að hún hefði litið út fyrir að vera um 19 ára.

Lífsýni úr stúlkunni fundust á manninum en einnig á stýri og gírstöng bílsins. Vógu þau atriði þungt enda var maðurinn ekki talinn gefa sannfærandi skýringar á þessu atriði.

Í niðurstöðu dómsins segir meðal annars:

„Ekkert er fram komið sem bendir til þess að brotaþoli hafi samþykkt þá háttsemi sem ákærði er talinn hafa gerst sekur um og er heldur ekki á því byggt af hálfu ákærða. Þá verður í ljósi aðstæðna fallist á að mökin séu fengin fram með ólögmætri nauðung á grundvelli yfirburða og aðstæðna. Er þá, auk þess sem að framan greinir um líðan brotaþola, vísað til þess að hún átti erfitt með að halda sér vakandi og að ákærði, sem ökumaður bifreiðarinnar, stýrði alfarið ferðum hennar og nýtti sér það traust sem hún bar til hans sem leigubifreiðastjóra.“

Abdul Habib Kohi var dæmdur í tveggja ára fangelsi og til að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna í miskabætur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“