fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Kolbrún svekkt út í RÚV og segir að stjörnur kosningavökunnar hafi gleymst – „Vonbrigði hversu lítið pláss þeir fengu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, hin reynda fjölmiðlakona, horfði á kosningavökuna hjá RÚV á laugardagskvöld eins og svo margir landsmenn. Hún segir að kosningavakan hafi verið vel heppnuð en eitt olli henni þó ákveðnum vonbrigðum.

„Ljósvakahöfundur hefur lengi litið á Boga Ágústsson fréttamann og Ólaf Þ. Harðarson prófessor sem hinar einu sönnu stjörnur íslensks kosningasjónvarps. Að þessu sinni virtist RÚV ekki alveg sammála því,“ segir Kolbrún í Ljósvakapistli í Morgunblaðinu í dag.

Kolbrún segir að það hafi alls ekki sést nógu mikið af þeim tveimur á skjánum á þessu langa kosningakvöldi.

„RÚV vildi greinilega að kosningasjónvarpið væri skemmtilegt og lagði því allnokkra áherslu á að finna fyndið fólk til að tala við, þar á meðal grínista og uppistandara. Þar stóðu allir sig nokkuð vel. Um leið gleymdist að Bogi og Ólafur eru líka fyndnir og mjög afslappaðir. Þeir eru eins og heimilisvinir. Alltaf velkomnir,“ segir Kolbrún og bætir við að þess vegna hafi verið vonbrigði hversu lítið pláss þeir fengu.

„Ekki sást þó á þeim að þeim þætti freklega gengið á sinn hlut. Þeir nýttu tíma sinn vel, voru skemmtilegir, fræðandi, kurteisir og prúðir. Fyrir utan félagana tvo var skemmtilegasta augnablikið þegar Kristín Gunnarsdóttir og Ólöf Skaftadóttir gerðust svo framhleypnar að nefna leiðinlegasta þingmanninn. Það var fyndið og ósvífið en nafn þess þingmanns verður ekki nefnt hér, kurteisinnar vegna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi