fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

 „Þetta var allt svikið“ – Katrín sögð hafa selt landið án heimildar í lögum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samningur sem gerður var árið 2013 um sölu flugvallarlandsins í Skerjafirði er lögbrot því Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, gekk lengra en hún hafði lagaheimildir fyrir.

Þetta segir Njáll Trausti  Friðberts­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is, í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Njáll vísar í samning á milli ríkis og borgar sem Katrín og Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, undirrituðu.

Samkomulagið fólst í sér að ríkið seldi borginni 111.800 fermetra af flugvallarlandi. Njáll segir að samkomulagið hafi hins vegar farið langt út fyrir þær heimildir sem fjárlög ársins 2013 gerðu ráð fyrir.

Þannig hafi verið í fjárlögum ársins 2013 heimild til að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta eða öllu því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem sé utan flugvallargirðingu. Aðrar heimildir til sölu á ríkiseignum í frumvarpinu eru orðaðar þannig að það sé skýr heimild til sölu. Varðandi flugvallarmálið kom fram að einungis væri heimilt að ganga til samninga.

Blaðið ræðir einnig við Ögmund Jónasson sem var innanríkisráðherra á þessum tíma. Hann kveðst ekki hafa komið að samkomulaginu sem Dagur og Katrín gerðu. Hann kom þó að samkomulagi við Reykjavíkurborg um byggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli sem var forsenda þess að NV-SA brautin var lögð niður.

„Núna er árið 2024 og hvar er flug­stöðin? Þetta var allt svikið,“ seg­ir Ögmund­ur við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi