fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Foreldrar leikskólabarna í Fossvogi búnir að fá sig fullsadda af líkbrennslunni – „Anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 16:00

Matthías segir foreldra Sólborgar séu búnir að fá nóg af lélegum mengunarvörnum líkbrennslunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar barna í leikskólanum Sólborg í Fossvogi eru búnir að fá sig fullsadda af mengunarvaldandi starfsemi Bálstofunnar í Fossvogi, einu líkbrennslu landsins en leikskólinn er staðsettur í bakgarði Bálstofunnar. Í aðsendri grein á Vísi, sem Matthías Kormáksson formaður foreldrafélags Sólborgar skrifar,  kemur fram að starfsemin hafi svo árum skiptir ekki uppfyllt kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnir. það hafi valdið börnum og starfsfólki í nærliggjandi leikskólum og skólum gríðarlegum ama og er hættulegt heilsu þessara barna sem „anda skaðlegum svörtum reyk ofan í litlu lungun sín“ eins og segir í greininni.

Segir Matthías að foreldrar barna í leikskólanum hafi sent inn tugi kvartana til Heilbrigðiseftirlitsins með ljósmyndum og myndböndum sem undirstrika kjarna málsins.

Í greininni kemur fram að viðtal við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, í þættinum Þetta helst á Rás 1 í gær hafi vakið kurr meðal foreldra en þar var hann spurður út í málið.

Bálstofan sé Íslendingum til háborinnar skammar

„Hver voru svo svör ábyrgðarmanns starfseminnar? Jú, hann byrjaði á að leggja áherslu á að þetta væri elsta bálstofa Norðurlandanna (“sem hefur vakið athygli annars staðar fyrir það“) eins og hann væri jafnvel stoltur og liti á þetta hús frá 1948 sem einhvers konar minjastofnun en ekki hús sem hýsir mengunarvaldandi starfsemi sökum úr sér genginna ofna. Sú staðreynd að Bálstofan er elst allra á Norðurlöndunum er okkur Íslendingum til háborinnar skammar og varpar ljósi á það að við erum eina ríkið sem er ekki að framfylgja alþjóðlegum stöðlum og reglugerðum sem öll hin ríkin hafa haft vit á að innleiða,“ skrifar Matthías.

Þá hafi Ingvar líkt ástandinu við að eiga gamlan fornbíl frá 1948 sem mengi meira en nýr bíll.

„Enn og aftur virðist Ingvar vilja draga upp einhverja nostalgíska mynd af Bálstofunni til að draga athyglina frá kjarna málsins sem er sá að starfsemin er mengunarvaldandi. Hann virðist svo ekki átta sig á mótsögninni sem felst í þessum samanburði. Hann viðurkennir að gamli bíllinn þurfi að standast skoðun, en hví í ósköpunum ætti þá ekki það sama að gilda um Bálstofuna sem einmitt hefur ekki staðist kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um mengunarvarnir til fjölda ára?“

Ekki eðlisfræðilega mögulegt að laga ofnana

Þá hafi Ingvar, að sögn Matthíasar, lýst því yfir að Bálstofan hafi eytt talsverðum fjármunum í endurbætur, eftir úttekt og álit danskra sérfræðinga, til þess að ofnarnir væru í lagi.

„Aftur á móti gleymdi hann algjörlega að segja frá þeirri staðreynd að ofnarnir eru ekki í lagi (þrátt fyrir endurbætur) og munu aldrei verða í lagi vegna þeirrar einföldu staðreyndar að það er ekki eðlisfræðilega mögulegt að koma upp viðeigandi mengunarvarnabúnaði á svo gömlu ofnum. Þetta bentu dönsku séfræðingarnir á mjög skýrt í sinni úttekt. Það sorglegasta í þessu öllu saman er að Bálstofan tilkynnti Heilbrigðiseftirlitinu strax í byrjun árs 2022 að þeir myndu aldrei geta uppfyllt kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnabúnað sama hversu miklar “endurbætur“ færu fram á þessum úreltu ofnum,“ skrifar Matthías.

Þá hafi Ingvar einnig sagt að eina lausnin sé að byggja nýja bálstofu og vísaði í hugmyndasamkeppni frá árinu 2005.

Einkaðilar í startholunum en stjórnvöld þráist við

„Já, fyrir tæpum 20 árum!“ segir Matthías og bendir á að lausnin blasi við þeirri afsökun Ingvars að ekki séu til peningar í verkefnið. Einkaaðilar séu tilbúnir til að hefja starfsemi.

„Sjálfseignarstofnunin Tré Lífsins hefur gefið út yfirlýsingar þess efnis að þau geti hafist handa nú þegar við að byggja nýja bálstofu sem er fullkomlega mengunarlaus og stenst allar nýjustu reglugerðir um mengunarvarnir. Þetta verkefni hefur verið í bígerð í nokkur ár og lausnin virðist því blasa við. Núverandi bálstofa er ónýt og eina lausnin eins og Ingvar benti réttilega á er að byggja nýja. Ég spyr því: Ef það eru ekki til peningur hjá ríkinu til að fjármagna þessa lausn á vandamálinu, af hverju í ósköpunum axla þá stjórnmálamenn ekki ábyrgð og leyfa öðrum aðila, sem er tilbúinn með mengunarlausar lausnir, að hefjast handa strax í dag?,“ spyr Matthías.

Þá hafi lokaorð Ingvars reitt foreldrar leikskólabarnanna til reiði. Þá hafi hann svarað því til að ekki væru til peningar til að halda út starfseminni á nóttunni til að valda sem minnstu raski hjá nærsamfélaginu.

„Svar hans er eins og blaut tuska í andlit okkar foreldra barna í þessum skólum. Peningar fá forgang fram yfir heilsu barnanna okkar,“ skrifar Matthías og krefst þess að stjórnvöld axli ábyrgð í málinu og finni lausn á því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“

Vinir og ættingjar Helgu Rakelar hrinda af stað söfnun – „Operation í stólinn fyrir jólin“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Í gær

Magga Frikka leggur upp laupana

Magga Frikka leggur upp laupana