fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Komið að úrslitastund í Bandaríkjunum – Tímatafla kosninganna

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 22:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Það er kosningar til forseta, allra 435 þingsætanna í neðri deild þingsins, 34 af 100 í öldungadeild, 13 ríkisstjóra og ótal annarra embætta. Einnig til einstakra mála í sumum fylkjum.

Eins og gefur að skilja er mesta spennan í kringum forsetakosningarnar á milli Kamölu Harris varaforseta og Demókrata og Donald Trump fyrrverandi forseta og Repúblikana.

Fyrstu kjördeildir loka að miðnætti á íslenskum tíma og þá gætu úrslit legið fyrir í fyrstu fylkjunum. En sjónvarpsstöðvarnar „kalla“ úrslit eftir afgerandi útgönguspár eða þegar talning er svo langt komin á veg að útséð er með úrslit.

Hafa ber þó í huga að fréttastofur kalla fylki ekki endilega á sama tíma. Til dæmis kallaði Fox News Arizona fylki snemma fyrir Joe Biden árið 2020, langt á undan öðrum fréttastofum. Árið 2000 var Flórída fylki kallað og afturkallað tvisvar, fyrir sitt hvoran frambjóðandann Al Gore og George W. Bush, áður en málið endaði fyrir hæstarétti.

Hvert fylki hefur ákveðið marga kjörmenn og sigurvegarinn fær þá alla. 270 kjörmenn þarf til að vinna kosningarnar.

Fylkin kölluð eitt af öðru

Klukkan 12:00 loka kjördeildir í Indiana (11 kjörmenn), Kentucky (8), Suður Karólínu (9) og Vermont (3) sem öll eru fyrirfram talin örugg fylki fyrir annan hvorn frambjóðandann. Einnig í Virginíu (13) sem ekki er eins öruggt fylki og Georgíu (16), sem er talið vera mjög jafnt. Kjörstjórnir telja sig ná að klára talningu í Georgíu í nótt og ættu því úrslit að liggja fyrir þar í síðasta lagi í fyrramálið.

Það er ekki endilega raunin alls staðar og því alls ekki öruggt að sigurvegari verði kunnur þegar Íslendingar vakna í fyrramálið, ef þeir fara þá yfir höfuð að sofa í nótt.

Kjördeildir loka svo ein af annarri í nótt, frá austri til vesturs. Eru tímarnir eftirfarandi:

00:30 Norður Karólína (16), Ohio (17), Vestur Virginía (4)

1:00 Pennsylvanía (19), Flórída (30), Maine (4), Massachusetts (11), New Hampshire (4), Connecticut (7), Rhode Island (4), New Jersey 14), Maryland (10), Alabama (9), Mississippi (6), Missouri (10), Oklahoma (7), Illinois 19), District of Columbia (Washington borg) (3)

1:30 Arkansas (6)

2:00 Mischigan (15), Wisconsin (10), Arizona (11), New York (28), Minnesota (10), Iowa (6), Norður (3) og Suður Dakota (3), Nebraska (5), Kansas (6), Texas (40), Louisiana (8), Nýja Mexíkó (5), Colorado (10), Wyoming (3)

3:00 Nevada (6), Utah (6), Montana (4)

4:00 Kalifornía (54), Idaho (4), Washington (12), Oregon (8)

5:00 Hawaii (4)

6:00 Alaska (3)

Nýjasta líkindakort vefsíðunnar 270 to Win.

Hafa ber í huga að tvö fylki skipta kjörmönnum sínum upp eftir umdæmum og svo heildarfjölda, það er Maine og Nebraska. Þannig að það eru einu fylkin sem gætu gefið báðum frambjóðendum kjörmenn.

Auk Georgíu eru helstu sveifluríkin Pennsylvanía, Wisconsin, Michigan, Norður Karólína, Nevada og Arizona. Önnur ríki sem vert er að hafa augun á í nótt eru Virginía, New Hampshire, Maine, Flórída, Iowa, Minnesota, Texas, Ohio, Nýja Mexíkó og Nebraska.

Sprengjuhótanir og handtökur

Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt gengið á í dag, kjördag, í Bandaríkjunum. Alríkislögreglan FBI hefur greint frá sprengjuhótunum á nokkrum kjörstöðum. Að sögn hennar eiga þessar hótanir rætur sínar að rekja til Rússlands og beri ekki að taka alvarlega. Tveir einstaklingar voru hins vegar handteknir í Michigan vegna hótana við framboðsfundi og félög. Einstaklingur var einnig handtekinn við þinghúsið í Washington í dag, sagður lykta af eldsneyti.

Frambjóðendur í Washington og Flórída

Kamala Harris hefur verið í Washington borg í dag og heldur kosningapartý í Howard háskóla, þar sem hún var sjálf nemandi. Varaforsetaefni hennar Tim Walz hefur verið í Pennsylvaníu í dag en verður með Harris í Washington í kvöld.

Donald Trump kaus í Flórída í dag og heldur partý í West Palm Beach. Milljarðamæringurinn Elon Musk verður þar. Varaforsetaefni hans, J.D. Vance kaus í Ohio í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni