fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Fréttir

Kynlífs shamanisma námskeiðin voru haldin á Sólheimum – „Ég er ekkert rólegur yfir þessu“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 30. nóvember 2024 10:30

Heimildarmenn segja kynlífs shamanisma námskeið ekki eiga heima á sama stað og hin viðkvæma starfsemi sem fer fram á Sólheimum. Myndir/Youtube/Sólheimar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtökin ISTA, hafa haldið námskeið sín í kynlífs og shamanisma á Sólheimum í Grímsnesi undanfarin ár. Í eitt skipti var lögregla kölluð til á staðinn vegna nektar og notkunar hugbreytandi efna. Framkvæmdastjóri segist ekki vera rólegur yfir starfseminni og að Sólheimar vilji ekki tengjast neinu vafasömu.

„Ég hef ekki orðið var við neitt svona hér og þau segja mér að það sé ekki. Ekkert ofbeldi eða neitt slíkt í gangi. Ég hef tekið það trúanlegt hingað til,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sólheima sem hefur leigt samtökunum aðstöðu. „En ég veit náttúrulega ekkert hvað fram fer á þessum námskeiðum. Það veit það í rauninni enginn nema þau.“

Frásagnir af misnotkun og dýrafórnum

DV fjallaði um ISTA, eða International School of Temple Arts, um síðustu helgi. Samtökin halda námskeið víða um heim, meðal annars hér á landi, í kynlífi og shamanisma.

Leiðbeinendur hjá ISTA hafa verið sakaðir um kynferðislega misnotkun og jafn vel nauðganir. Fyrsta „musteri“ samtakanna var leyst upp af lögreglunni í Phoenix sem sagði að það væri vændishringur dulbúinn sem trúfélag.

Þá hafa iðkendur lýst því að dýrum, svo sem kanínum, hafi verið fórnað á framhaldsnámskeiðum ISTA og hjörtun úr þeim étin.

Sjá einnig:

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Tengiliður námskeiðsins hér á landi vildi ekki tjá sig um málið við DV en á heimasíðu hafna samtökin öllum ásökunum. Segja þau aflífun dýra á námskeiðum ekki vera fórn heldur fá fólk til að skilja tengsl við kjötát. Einnig að kynlífsathafnir á milli leiðbeinanda og nemenda hafi verið tímabundið bannaðar.

Hringt á lögreglu vegna strípalinga

ISTA hefur haldið leigt aðstöðu fyrir námskeið sín á Sólheimum í nokkur ár. Samkvæmt heimildum DV var lögregla tilkölluð á staðinn fyrir nokkrum árum síðan eftir uppákomu þar sem fólk á námskeiðinu var að strípast um og undir áhrifum hugbreytandi efna.

Að mati heimildarmanna DV ættu Sólheimar ekki að tengjast slíkum uppákomum. Enda er staðurinn þekktur sem sjálfbært athvarf fyrir fólk sem er margt hvert andlega fatlað. En ISTA borgi vel fyrir gistingu og aðgang að salnum í Sesseljuhúsi og mötuneyti.

Orðsporsáhætta

Kristinn hefur verið framkvæmdastjóri Sólheima síðan í maí 2023 og var rekstarstjóri frá janúar það ár. Hann segir að lögreglan hafi ekki haft afskipti af starfseminni í hans tíð.

Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Sólheima. Mynd/Sólheimar

Aðspurður segir hann engar formlegar reglur vera um þá starfsemi sem megi vera hjá leigjendum á Sólheimum. Líkir hann þessu við hótel, sem eðlilega geti ekki borið ábyrgð á öllu sem fram fari á hótelherbergi. Heilt yfir sé ekki hægt að setja miklar hömlur á hvað fólk geri þar.

„Við viljum hins vegar ekki verið tengd við neitt vafasamt. Það er orðsporsáhætta fólgin í því sem við kærum okkur ekki um,“ segir Kristinn. „Sólheimar hafa yfirbragð kærleika og manngæsku. Ef það er eitthvað annað þá viljum við ekki koma nálægt því. Ég er ekkert rólegur yfir þessu. Ég ætla mér að tala við þau aftur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum“

Pawel segir liðna kosningabaráttu ekki þá sem hann sé stoltastur af – „Þarna var fylgið botnfrosið í 3 prósentum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lýsir ömurlegri reynslu bandarískrar fjölskyldu við Keflavíkurflugvöll

Lýsir ömurlegri reynslu bandarískrar fjölskyldu við Keflavíkurflugvöll
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“
Fréttir
Í gær

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar að vitum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar að vitum
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur vill Flokk fólksins í ríkisstjórn en með hverjum?- „Mjög mikilvægt að við séum með ríkisstjórn sem getur unnið saman“

Vilhjálmur vill Flokk fólksins í ríkisstjórn en með hverjum?- „Mjög mikilvægt að við séum með ríkisstjórn sem getur unnið saman“
Fréttir
Í gær

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland

Segir að Þýskaland eigi í beinum átökum við Rússland
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við veðrinu í dag: „Stutt og laggott…skítaspá bara“

Lögregla varar við veðrinu í dag: „Stutt og laggott…skítaspá bara“