fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Fréttir

Sjóvá þarf að bæta lögreglubíl eftir eftirför – Ökumaðurinn sendi lögreglunni löngutöng

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 19:30

Eftiförin var löng og erfið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tryggingafélagið Sjóvá Almennar þarf að borga brúsann vegna skemmda á lögreglubíl sem veitti ökumanni eftirför. Hæstiréttur neitar að verða við beiðni Sjóvá um að taka málið fyrir.

Ríkislögreglustjóri höfðaði mál gegn Sjóvá og krafðist tæplega 3 milljóna króna vegna skemmda á bílnum eftir atvik aðfaranóttar 6. júní árið 2018. Sjóvá neitaði að greiða.

Málsatvik eru þau að lögreglumaður var í bíl á Hringbraut í Reykjavík þegar ökumaður annars bíls kemur aftan að, blikkar ljósum og flautar án tilefnis. Eftir það keyrir hann hægra megin við lögreglubílinn og réttir upp löngutöng með ósæmilegum hætti, það er sýndi svokallað „fokk jú merki“ og ók á brott gegn rauðu ljósi.

Lögreglan setti ljósin á til merkis um að hann ætti að stöðva en þá jók hann hraðann. Á Bústaðavegi var hann kominn á 150 kílómetra á klukkustundar hraða. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð við eftirförina.

Plötuðu ökumanninn

Á Höfðabakkabrú var hraðinn kominn upp í 170 og um tíma var ekið á móti umferð þannig að bílar þurftu að sveigja frá. Á Vesturlandsvegi var hraðinn kominn upp í 200 kílómetra á klukkustund. Þá heimilaði varðstjóri að aka utan í bílinn til að stöðva hann.

Ekið var um Listabraut aftur upp á Vesturlandsveg og svo upp í Mosfellsbæ. Þegar bíllinn virtist ætla að snúa aftur við á Vesturlandsvegi ók lögreglubíll á hann þannig að hann snerist við. Þá var ekið þvert yfir umferðareyju og upp í Kjós þar sem búið var að koma fyrir naglamottu til að freista þess að sprengja dekkin.

Að lokum tókst að stöðva bílinn með því að sérsveitarmaður nálgaðist bílinn með ljóslausum bíl, keyrði utan í vinstra afturhornið þannig að bíllinn nerist og fór út af veginum. Kom í ljós að ökumaðurinn var undir áhrifum örvandi efna. Lögreglubíllinn stórskemmdist og kostuðu viðgerðir 2.876.763 krónur.

Sögðu lögregluna hafa valdið árekstrinum

Sjóvá hafnaði bótakröfum á þeim forsendum að lögreglan sjálf hefði valdið árekstrinum. Ríkislögreglustjóri taldi hins vegar að saknæm háttsemi ökumannsins, sem átti bílinn sem var tryggður hjá Sjóvá, hefði valdið tjóninu. Undir það tók dómari Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi í september var Sjóvá gert að greiða áðurnefnt tjón og tæpa 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Í ákvörðun í gær, 26. nóvember, hafnaði Hæstiréttur að taka málið. Taldi rétturinn að málið hefði ekki fordæmisgildi eða verulega samfélagslega þýðingu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?

Prinsippmaður lagði ÁTVR en eftir standa áleitnar spurningar – Hvað með samkeppnislög og neysluvísitöluna?
Fréttir
Í gær

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna

Furðulegt brot konu fyrir norðan – Dreifði mynd af sínum fyrrverandi alblóðugum til vina og vandamanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára

Bjarni veitir Hval hf veiðileyfi til fimm ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund

Daníel Örn fær 4 ára dóm fyrir manndrápstilraun – Stakk lækni í hálsinn við Lund