fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Þrjú málefni bera af í hugum kjósenda – Heilbrigðismálin tróna á toppnum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. nóvember 2024 10:15

Að venju eru heilbrigðismálin landsmönnum hugleikin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir svarendur í nýrri könnun nefna heilbrigðismálin sem eitt af mikilvægustu málefnunum fyrir komandi alþingiskosningar. Þegar aðeins er spurt um mikilvægasta málefnið nefna flestir efnahagsmál.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup. En svarendur voru beðnir um að velja og raða fimm mikilvægustu málefnin.

Flestir, eða 69 prósent, nefna heilbrigðismálin sem eitt af mikilvægustu málefnunum. Það af 19 prósent sem mikilvægasta málefnið.

62 prósent nefna efnahagsmálin og 26 prósent segja þau vera mikilvægust allra. Litlu færri, eða 61 prósent, nefna húsnæðismálin og 16 prósent telja þau vera mikilvægust. Þessir þrír málaflokkar bera af í Þjóðarpúlsinum.

Í fjórða sæti eru menntamál (36 prósent), fimmta sæti samgöngumál (35), sjötta innflytjendamál (32), sjöunda málefni eldri borgara (30), áttunda umhverfis og loftslagsmál (20), níunda málefni flóttafólks (18) og tíunda málefni ungs fólks (17).

Kjósendur Flokks fólksins, Samfylkingar og Framsóknarflokks er mest umhugað um heilbrigðismál. Kjósendum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks um efnahagsmál. Kjósendum Sósíalistaflokks og Samfylkingar um húsnæðismál. Kjósendum Sjálfstæðisflokks, Pírata og Framsóknarflokks um samgöngumál. Kjósendum Miðflokks og Sjálfstæðisflokks um innflytjendamál.

Könnunin var gerð 21. október til 4. nóvember. Úrtakið var 1816 og svarhlutfall 48,5 prósent.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri