fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Búast við stórum bardaga á næstunni – Rússar með 50 þúsund hermenn tilbúna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. nóvember 2024 08:47

Rússneskir hermenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru með 50 þúsund hermenn, þar á meðal hermenn frá Norður-Kóreu, tilbúna til að takast á við úkraínska hermenn í hinu rússneska Kúrsk-héraði sem stendur skammt frá landamærum Úkraínu.

Úkraínskar hersveitir lögðu hluta af héraðinu undir sig þegar þær réðust inn í það í ágúst síðastliðnum og síðan þá hefur hluti héraðsins verið undir þeirra stjórn. Rússar telja að nú sé nóg komið og má vænta þess að stór bardagi sé fram undan þar sem Rússar ætla að endurheimta svæðið.

Frá þessu greinir New York Times og hefur eftir heimildarmönnum sínum. Að sögn mun þetta ekki koma niður á aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu.

Úkraínumenn eru sagðir búast við stórri árás á næstu dögum þar sem hermenn frá Norður-Kóreu munu einnig taka þátt. Þeir eru sagðir hafa verið í æfingabúðum Rússa í Kúrsk-héraði þar sem þeir búa sig undir að endurheimta héraðið að fullu.

Stríð Rússa og Úkraínu hófst með innrás Rússa í febrúar 2022 og síðan þá hefur gríðarlegt mannfall orðið.

Nýliðinn októbermánuður er sagður hafa verið sá versti hjá Rússum hvað mannfall varðar síðan stríðið hófst. Á degi hverjum hafi 1.500 hermenn dáið eða særst að meðaltali. Er mannfall Rússlandshers sagt vera að nálgast 700.000 hermenn síðan innrásin hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni