Suður-Kóreski rithöfundurinn Han Kang fær nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Verðlaunin fær hún fyrir átakanlega ljóðrænan prósa sem tekst á við söguleg áföll og afhjúpar hvað líf manneskjunnar er brothætt.
Han Kang er fædd árið 1970 og er hvað frægust fyrir bókina Grænmetisætuna sem kom út árið 2016. Kang á ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hennar er rithöfundurinn Han Seung-won og bróðir hennar, Han Dong Rim, er líka rithöfundur. Kang er líka tónlistarkona og hefur mikinn áhuga á myndlist en þessi ástríða hennar þykir birtast skýrt í skrifum hennar.
BREAKING NEWS
The 2024 #NobelPrize in Literature is awarded to the South Korean author Han Kang “for her intense poetic prose that confronts historical traumas and exposes the fragility of human life.” pic.twitter.com/dAQiXnm11z— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2024