fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Þorir Pútín að taka skrefið? – Sérfræðingar telja að hann muni gera það

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2024 03:34

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom heimsbyggðinni algjörlega í opna skjöldu þegar Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk og það hefur ekki síður komið á óvart að Rússar hafa ekki brugðist við innrásinni af neinum krafti fram að þessu. En það kemur að því að þeir gera eitthvað því þeir verða að endurheimta héraðið.

Margir hernaðarsérfræðingar hafa velt því upp að líklega hafi Úkraínumenn vonast til að Pútín myndi flytja hersveitir frá Donetsk til Kúrsk til að endurheimta landið. Það getur auðvitað gerst en það eru engin merki um að þeir séu að gera það.

Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir í nýlegri greiningu að enn hafi ekki sést til mikilla liðsflutninga Rússa frá Donetsk en þar halda þeir áfram hægt og bítandi að hrekja Úkraínumenn aftur á bak.

En hvernig ætlar Pútín þá að bregðast við?

Hluti af svarinu fæst með því að skoða þær hersveitir sem Úkraínumenn hafa þurft að takast á við í Kúrsk fram að þessu. Þær samanstanda aðallega af ungum mönnum sem eru að gegna herskyldu sinni.

Margir sérfræðingar telja að nú muni Pútín grípa til þess ráðs að senda þá sem gegna herskyldu á vígvöllinn en það hefur hann ekki gert fram að þessu því rússnesk lög heimila það ekki. En nú er staðan breytt og því gæti Pútín neyðst til að senda þessa tugi þúsunda ungra manna á vígvöllinn.

Rússar glíma við skort á hermönnum og hafa ekki nægan mannafla til að berjast bæði í Úkraínu og Kúrsk. Nú eru þeir væntanlega komnir að endamörkum þess að geta fundið sjálfboðaliða i herinn og því eru þeir sem gegna herskyldu líklega næstir í röðinni. Spurningin er hins vegar hvort það sé pólitískur vilji og þor til að senda þá í stríð.

Það gæti verið mjög eldfimt pólitískt séð að gera það og spurning hvort Pútín sé reiðubúinn til að senda unga menn, sem eru að gegna herskyldu, á vígvöllinn þar sem mikill fjöldi þeirra mun verða drepinn.

Meduza, sem er rússneskur miðill í útlegð, segir að samkvæmt upplýsingum frá heimildarmönnum innan rússneska stjórnkerfisins sé ríkisstjórnin að ræða hvort sendi eigi þá sem eru að gegna herskyldu í stríð. Einnig er rætt hvort grípa eigi til nýrrar herkvaðningar en mikil andstaða er sögð við þá hugmynd því það muni koma illa við atvinnulífið og þar með efnahag landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú