fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Fréttir

Glúmur sætti yfirheyrslu eftir að hafa auglýst eftir iðnaðarmanni

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2024 21:30

Glúmur Baldvinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glúmur Baldvinsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar blaðamaður Heimildarinnar hringdi í hann og rakti úr honum garnirnar varðandi auglýsingu Glúms eftir iðnaðarmanni.

Glúmur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og ljóst er að honum er nokkuð skemmt.

„Nú viðurkennist að ég er ekki handlaginn maður. Ég er vissulega með þrjár háskólagráður en að öðru leyti ónýtur til flestra hagnýtra verka. Svo þegar ég þurfti um daginn að setja upp gluggatjöld og festa sjónvarp á vegg auglýsti ég eftir starfskrafti á FB. Og uppskar hlátur margra. Þá hafði samband gamall félagi og benti mér á appið Giggó. Þar fann ég mann sem gekk strax í verkið. Og málið dautt. En svo gerðist hið undarlega í hádeginu. Ég fékk símtal frá fréttamiðli sem kallar sig Heimildina. Blaðamaður spurði mig útí málið og bar upp ýmsar kynlegar spurningar einsog þessar: Notar þú Giggó oft? Er sjónvarpið stórt? Kynnistu fólki á Giggó? Ég var hálf gáttaður á spurningunum en ákvað að leggja ekki á. Mér fannst þessi spurning best: Kynnistu fólki á Giggó? Var maðurinn að ýja að því að ég væri að leita að elskuhuga á þessu appi?,“ skrifar Glúmur og segist hafa hálfparinn hlegið.

Hann hafi spurt blaðamanninn um hvort að frétt væri í vændum og fengið þau svör að það kæmi til greina.

„Sumsé Glúmur auglýsir eftir handlögnum manni á appi sem kallast Giggó og gæti nú sætt rannsókn sem glæpamaður. Og ég sem hélt að ritstjórn þessa furðumiðils sætti rannsókn fyrir að stela upplýsingum úr farsíma skipstjóra. En þeir snúa nú vörn í sókn og rannsaka mann sem þurfti að hengja upp gardínur. Kynnistu fólki á Giggó? Og er sjónvarpið stórt? Þetta lið er ekki með öllum mjalla. Hlakka til að lesa fréttina: Glúmur sækist eftir kynnum við fólk á Giggó! Hversu einmana og yfirgefinn þyrfti ég að vera ? Hvað verður það næst? Glúmur fór á Tinder?,“ skrifar Glúmur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi

Engin miskunn gegn eftirlýstri móður – Verður framseld og þarf að sitja í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki

Hyggjast knýja á um íbúakosningu fyrst bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykki hana ekki