fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Ríkisstjórnin sögð hafa kokgleypt gylliboð sprotafyrirtækis – Keisarinn í raun nakinn og orðspor Íslands í hættu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. júní 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Running Tide er ekki allt það sem það er séð samkvæmt rannsókn Heimildarinnar sem birtist í nýjasta tölublaðinu. Orðspor Íslands sé nú í hættu og vísindamenn gera athugasemdir við að stjórnvöld hér á landi hafi leyft þessu að gerast og það líka án eftirlits.

Of gott til að vera satt

Fyrirtækið var stofnað af Marty Odler, fjórðu kynslóðar sjómanni í Maine í Bandaríkjunum, en árið 2022 var tilkynnt að til stæði að færa starfsemina til Íslands. Running Tide sagðist framsækið sjávartæknifyrirtæki á sviði kolefnisförgunar en fyrirtækið hefði þróað tækni til að örva náttúrulega hæfni sjávarins við að fjarlægja kolefni varanlega úr andrúmsloftinu. Meðal viðskiptavina eru stórfyrirtæki á borð við Microsoft, Stripe og Shopify. Stofnandinn taldi að Ísland gæti orðið miðstöð starfseminnar og vonir stóðu til að binda hundruð þúsunda tonna af kolefni á árunum 2022-2027. Snemma í maí á þessu ári skrifaði Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Running Tide, í grein að mikill árangur hefði náðst af starfsemi Running Tide þá þegar. Fyrir viku tilkynnti Kristinn Árni svo að öllu starfsfólki á Íslandi hefði verið sagt upp.

Heimildin rekur í dag að fyrirtækið hafi heillað fjárfesta, viðskiptavini og íslensk stjórnvöld með stórtæku loforði um að starfsemin væri mikilvæg baráttunni við loflagsvánna. Þetta hafi virst of gott til að vera satt, en samkvæmt Heimildinni reyndist það einmitt svo að tilboð Running Tide var gylliboð.

„Aðferðirnar sem Running Tide notar binda ekkert koltívoxíð úr andrúmsloftinu. Núll,“ segir haffræðingurinn og prófessorinn Jón Ólafsson í samtali við Heimildina. Hann er einn margra vísindamanna sem ráku upp stór augu yfir starfsemi Running Tide og telja ljóst að fullyrðingar forsvarsmanna um kolefnisbindingu standist enga skoðun. Eins furða vísindamenn sig á því að Umhverfisstofnun hafi ekkert eftirlit með starfseminni.

Keisarinn nakinn

Prófessor við Sorbonne-háskóla, Jean-Pierra Gattuso, gengur svo langt að segja að Running Tide sé dæmi um „hvers vegna ekki er hægt að treysta sprotafyrirtækjum“, og að það sé sláandi hversu stjórnlaus þessi iðnaður er.

Vísindamennirnir sem rætt var við benda á að Running Tide byggi á veikum vísindalegum grunni og að fullyrðingar þeirra um kolefnisbindingu séu að líkindum aðeins settar fram til að tryggja sér fjármagn. Það sé þó illskiljanlegt að stjórnvöld hafi látið selja sér þessi „nýju föt keisarans“ eins og Helgi Seljan kallar starfsemina í leiðara sínum. Helgi segir reyndar að hér sé keisarinn ekki nakinn heldur „löðrandi í snákaolíu“.

Fyrirtækið selur svokallaðar kolefniseiningar sem viðskiptavinir kaupa og geta þá sýnt fram á kolefnisjöfnun í starfsemi sinni. Það kemur vel út fyrir rekstur að vera kolefnisjafnaðar og því ljóst að þarna er um söluvænar einingar að ræða. Heimildin rekur þó að þessar einingar hafi í raun ekki verið formlega vottaðar og það sem meira var byggt á veikum vísindalegum grunni. Þar að auki hafi fyrst staðið til að binda kolefni með sérstökum þörungum en þegar starfsemin fór að stað hér á landi var ekki um þörunga að ræða heldur fleiri tonn af trjákurli sem var sturtað í sjóinn.

Orðspor Íslands í hættu

Running Tide fékk leyfi frá hinu opinbera. Meðal annars rannsóknarleyfi frá utanríkisráðuneytinu sem sé fordæmalaust í Íslandssögunni. Fram kemur að bæði Hafrannsóknarstofa og Umhverfisstofnun gerðu athugasemdir við trjákurlið og fyrirætlanir Running Tide og að þrátt fyrir leyfi hafi starfsemin ekki verið undir nokkru eftirliti. Eftirlit lítið sem ekkert á landi og ekki neitt á sjó.

Heimildin ræddi við fjölda vísindamanna, innlendra sem og erlendra, sem gera alvarlegar athugasemdir við starfsemina og láta að því liggja að hér sé um að ræða uppsprengd loforð sem byggi ekki á sannreyndum vísindum heldur miði að því að græða.

Philip Boyd prófessor við Háskólann í Tasmanínu furðar sig á því að Ísland, að íslensk yfirvöld hafi heimilað Running Tide að fleyta 50 þúsund tonnum á ári í vísindarannsókn. Það geti ekki talist eðlilegt. Ísland hafi gott orðspor þegar kemur að umhverfisvernd og það sé skrítið að þjóðin sé tilbúin að skaða orðspor sitt með aðgerðum eins og þessum. Jón tekur undir og segir orðspor Íslands í hættu.

Helgi Seljan segir í leiðara sínum:

„Kolefnisbinding, það að soga til baka mengunina sem af okkar völdum fer út í andrúmsloftið, hefur í mörgum tilfellum reynst hreint skálkaskjól. Um hana hefur myndast iðnaður og viðskipti sem velta ævintýralegum fjárhæðum. Grundvöllurinn er oft hæpinn, staðfesting yfirlýst árangurs léleg eða engin meðan áherslan á raunverulega verkefnið sem við blasir er minni en ella.

Við höfum á undanförnum árum kokgleypt við hverri skyndilausninni á fætur annar, sem átti að gera okkur kleift að kaupa okkur frá þeirri gegndarlausu losun kolefnis, sem við þó vitum að mun og er þegar farin að stórskaða okkur.“ 

Í ágúst á síðasta ári var greint frá því að Running Tide hefði aflað sér 54 milljónum Bandaríkjadala í fjármögnun, sem nemur rúmlega sjö milljörðum íslenskra króna.

Kristinn Árni Lár sagði í samtali við mb.is í gær að Running Tide sé nú að hætta starfsemi á Íslandi. Stjórnvöld hafi ekki gefið nægilega skýr skilaboð um hver eigi að kaupa kolefnisbindingu í framtíðinni og fjárfestar líklegri til að halda að sér höndum ef þeir vita ekki hver sé að fara kaupa söluvöru fyrirtækisins fyrr en að einhverjum árum liðnum. Neikvæð umfjöllun undanfarið um „gömul og úrelt kolefnisbindingarverkefni“ hafi líka haft sitt að segja.

Nánar má lesa um málið í ítarlegri umfjöllun Heimildarinnar. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi