fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Við erum ekki með neitt plan B ef Úkraínu tapar, segja Eistar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 07:00

Danskir hermenn á æfingu í Eistlandi. Mynd:Danska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eistar telja sig vera framlínuríki, aðildarríki NATÓ sem á landamæri við Rússland. Eistland er lítið land, var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum, og eru landsmenn sannfærðir um að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur, muni Pútín beina athygli sinni að Eystrasaltsríkjunum til að ná aftur stjórn á ríkjum eins og Eistlandi.

BBC segir að til að koma í veg fyrir þetta hafi eistnesk stjórnvöld dælt peningum og vopnum til Úkraínumanna. Nema framlög Eistlands rúmlega 1% af vergri þjóðarframleiðslu. „Ef sérhvert NATÓ-ríki gerði þetta, myndi Úkraína sigra,“ sagði Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands.

Þegar hún var spurð hvert plan B Eista sé ef Úkraína tapar stríðinu var svarið: „Við erum ekki með neitt plan B sem gerir ráð fyrir sigri Rússa. Ástæðan er að þá myndum við hætta að fókusera á plan A sem er að hjálpa Úkraínu að hrinda rússnesku innrásinni. Við eigum ekki að gefa okkur svartsýni á vald. Sigur Úkraínu er ekki bundinn við landsvæði. Ef Úkraína gengur í NATÓ, jafnvel án þess að hafa full yfirráð yfir öllu landsvæði sínu, þá er það sigur því þá verður Úkraína hluti af regnhlíf NATÓ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“