fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. maí 2024 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir báru höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur í forsetakappræðum RÚV á föstudagskvöldið. Þetta er álit lesenda DV í netkosningu sem staðið hefur yfir undanfarinn sólarhring. Tæplega 22 þúsund atkvæði bárust frá lesendum og hlutu Halla og Katrín um 5600 atkvæði á mann en Halla var sjónarmun á undan.

Sjá einnig: Hér geta lesendur kynnt sér niðurstöður skoðanakönnunarinnar

Halla Tómasdóttir og Katrínu Jakobsdóttir sköruðu fram úr á RÚV að mati lesenda

Halla hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum undanfarnar vikur og ekki náð því flugi sem hún náði í forsetakosningunum árið 2016 þegar sagt var að hún hefði þurft 1-2 vikur í viðbót til að hrifsa forsetaembættið úr greipum Guðna Th. Jóhannessonar. Greinilegt er að frammistaðan á RÚV féll vel í kramið hjá lesendum. Stutt og hnitmiðuð svör og sjarmerandi framkoma en fróðlegt verður að sjá hvort að hún muni uppskera eftir því í komandi skoðanakönnunum.

Frammistaða Katrínar féll einnig vel í kramið og segja má að það hafi komið fáum á óvart enda alvön slíkum vettvangi úr pólitíkinni,

Baldur Þórhallsson var í þriðja sæti, að mati lesenda, með rétt tæplega þrjú þúsund atkvæði og Halla Hrund Logadóttir varð fjórða með rétt tæplega 2.500 atkvæði.

Arnar Þór Jónsson varð í fimmta sæti með rúm 1.700 atkvæði en Jón Gnarr varð aðeins sjötti með rétt rúmlega 1.500 atkvæði. Það er eflaust áhyggjuefni fyrir Jón sem hefur verið að dala í skoðanakönnunum en fyrirfram var búist við því að hann yrði á heimavelli á þessum vettvangi og gæti unnið á.

Sjá einnig: Þetta höfðu netverjar að segja um kappræðurnar á RÚV

Óvæntasta stjarna kvöldsins var þó eflaust Viktor Traustason sem átti nokkur frábær augnablik í kappræðunum en tæplega 750 lesendur, um 3,5%, töldu að hann hefði skarað fram úr öðrum þetta föstudagskvöld. Þá má Ásdís Rán einnig vel við una með tæplega 550 atkvæði og rétt rúmlega 2,5%.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga