fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Eyjan
Miðvikudaginn 1. maí 2024 08:45

Nú standa eftir ellefu í baráttunni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu einstaklingar standa eftir í baráttunni um Bessastaði, nú þegar framboðsfrestur er liðinn, og því ekkert að vanbúnaði en að spyrja lesendur í sjötta sinn hvern þeir geta hugsað sér sem leiðtoga þjóðarinnar á Bessastöðum.

Mikil og góð þátttaka hefur verið í síðustu könnunum og greinilegt að heitustu stuðningsmenn sumra frambjóðenda senda út heróp til annarra  um að styðja sinn mann með rafrænu atkvæði.

Mjótt var á mununum í síðustu könnun, sem fór fram 14 – 21. apríl, þar sem Katrín Jakobsdóttir hlaut 21,83% fylgi, Halla Tómasdóttir 21,18% fylgi, Baldur Þórhallsson 20,79% fylgi og Halla Hrund Logadóttir var fjórða með 16,19% fylgi. Niðurstöðurnar geta lesendur kynnt sér hér.

Eins og ítrekað hefur verið þá eru niðurstöðurnar ekki á nokkurn hátt vísindalegar en þó má án efa lesa úr þeim vísbendingar. Góð kosning blæs frambjóðendum eflaust baráttuanda í brjóst rétt eins og að slæm niðurstaða getur sáð efasemdarfræjum, eflaust réttmætum, í herbúðum framboða.

Við spyrjum því, í sjötta sinn:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum