fbpx
Miðvikudagur 12.júní 2024
Fréttir

Björn segir að Katrín hafi verið sú eina sem hringdi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Snæbjörnsson, eftirlaunaþegi og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, hefur opinberað stuðning sinn við Katrínu Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum.

Björn gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun.

Hann segir að þegar Guðni Th. Jóhannesson hafi lýst því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri hafi fólk farið að svipast um eftir góðum forseta.

„Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs,“ segir Björn og bætir við að það sé engin nýlunda að fyrrverandi stjórnmálamenn sitji á Bessastöðum í embætti forseta Íslands, enda sé embættið svo tengt stjórnmálalífinu að ekki verði skilið á milli.

„Það er því undarlegt að það sé talið neikvætt að hafa verið í stjórnmálum og ákvarðanir sem voru teknar, eða látnar bíða í samsteypustjórn þriggja flokka frá vinstri til hægri.“

Björn segir að það sé nokkuð afrek hjá Katrínu að hafa komist í gegn um þetta samstarf og stjórnað því í sjö ár með friðsömum hætti. Það sýni lagni hennar í mannlegum samskiptum.

„Í þeim geira samfélagsins sem ég þekki best hafa náðst víðtækir kjarasamningar á síðustu árum án teljandi átaka. Þáttur ríkisvaldsins var verulegur í þeim samningum og á engan er hallað þó sagt sé að Katrín hafi verið tengiliður í samskiptum ríkisvaldsins og stórs hluta verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Björn og nefnir dæmi um þetta.

„Á löngum ferli í kjarasamningagerð sem formaður Starfsgreinasambandsins var Katrín sú eina í stól forsætisráðherra sem var hringjandi til að vita hvernig gengi [og] hvað þyrfti að gera til að leysa málin og þannig var hún vel inn í öllum málum. Þetta m.a. sýndi hæfileika hennar til þess að laða fólk til samstarfs.“

Grein Björns í heild sinni á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Handtekinn vegna líkamsárásar í Súðavík – Þolandi á sjúkrahús með stungusár

Handtekinn vegna líkamsárásar í Súðavík – Þolandi á sjúkrahús með stungusár
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt
Fréttir
Í gær

Æskudraumurinn brostinn – Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen & Bar

Æskudraumurinn brostinn – Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen & Bar