fbpx
Miðvikudagur 12.júní 2024
Fréttir

10 mánaða var honum gefið HIV-smitað blóð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa kallað eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar eftir að í ljós kom að rúmlega 30 þúsund Bretum var gefið sýkt blóð á árunum 1970 til 1991. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á málinu og lofað því að bætur verði greiddar.

Skýrsla rannsóknarnefndar um málið kom út í gær en í henni koma sláandi upplýsingar fram. Til dæmis var fólki gefið blóð sem sýkt var af HIV-veirunni og lifrarbólgu C. Talið er að af þessum sem fengu sýkt blóð séu þrjú þúsund látnir og glíma margir við alvarlega kvilla enn þann dag í dag.

Sky News segir frá máli Colin Smith sem var tíu mánaða þegar hann fékk blóð sem sýkt var af HIV-veirunni og lifrarbólgu C. Hann fékk alnæmi og lést árið 1990, aðeins sjö ára gamall.

Foreldrar hans, Colin og Janet, voru ómyrk í máli þegar þau ræddu við blaðamann í gær.

„Læknarnir sögðu að við værum að ofvernda son okkar en við þekktum hann, vissum að hann þjáðist. Hann var með alnæmi en því var haldið frá okkur,“ segir Janet.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að heilbrigðisstarfsfólk hafi verið vel meðvitað um hættuna á því að sýkt blóð myndi leynast í breskum blóðbönkum og lítið hafi verið gert til að koma í veg fyrir notkun þess.

Þannig hafi blóð úr ýmsum áhættuhópum, föngum og eiturlyfjanotendum til dæmis, ratað inn í breska blóðbanka allt til ársins 1986. Þá hafi heilbrigðisyfirvöld verið meðvituð um hættuna af HIV-smiti í gegnum blóðgjafir árið 1982, en ekki notfært sér tækni til að útrýma veirunni í blóði fyrr en árið 1985.

Bresk yfirvöld hafa sem fyrr segir heitið því að greiða bætur vegna málanna og er talið líklegt að upphæðirnar muni hlaupa á milljörðum punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga

Vilhjálmur Birgisson vill Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn – „Ömurlegt“ að hlusta á Bjarna og Sigurð Inga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Handtekinn vegna líkamsárásar í Súðavík – Þolandi á sjúkrahús með stungusár

Handtekinn vegna líkamsárásar í Súðavík – Þolandi á sjúkrahús með stungusár
Fréttir
Í gær

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt

Gagnauppsópun fram undan hjá Meta – Þú hefur tvær vikur til að neita að taka þátt
Fréttir
Í gær

Æskudraumurinn brostinn – Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen & Bar

Æskudraumurinn brostinn – Hundrað milljónir töpuðust í gjaldþrotinu hjá Héðni Kitchen & Bar