fbpx
Miðvikudagur 29.maí 2024
Fréttir

Norðmenn nota „öfuga aðferð“ varðandi nálgunarbann – Láta ofbeldismanninn ganga með ökklaband

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 08:00

Er kannski rétt að láta ofbeldismennina ganga með ökklaband?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að vernda þá sem sæta ofsóknum og hafa fengið nálgunarbann sett á ofsækjandann þá nota Norðmenn þá aðferð að láta þann sem sætir nálgunarbanninu bera rafrænan sendi, gps-sendi. Sendirinn sendir merki til lögreglunnar ef viðkomandi nálgast fórnarlambið og getur lögreglan þá brugðist hratt við.

Ude og Hjemme segir að um ökklaband sé að ræða, eins og notað er á þá sem afplána refsingu utan fangelsis. Fram kemur að Norðmenn hafi góða reynslu af að nota slík ökklabönd á þá sem hafa hlotið dóma fyrir ofbeldi og hótanir eða ofsæki fólk og sæti nálgunarbanni af þeim sökum.

Ökklabandið virkar öfugt við það sem það gerir þegar það er notað á fólk sem er að afplána refsingu. Þegar það er notað af fólki við afplánun refsingar þá sendir það merki frá sér ef viðkomandi yfirgefur heimili sitt. Í norsku útgáfunni þá sendir það frá sér merki ef viðkomandi nálgast heimili fórnarlambsins.

Þetta þýðir að viðkomandi má ekki fara yfir mörk ákveðins svæðis og er svæðið þannig gert að það á að taka um 25 mínútur að komast frá jaðri þess til heimilis fórnarlambsins. Um leið og gerandinn fer inn fyrir þetta svæði fær lögreglan vitneskju um það og getur brugðist við á viðeigandi hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fimm fara frá Newcastle
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Minnst 60 sagt upp hjá Icelandair

Minnst 60 sagt upp hjá Icelandair
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hjólreiðamaður fékk lögreglufylgd eftir að hann villtist inn í Hvalfjarðargöngin

Hjólreiðamaður fékk lögreglufylgd eftir að hann villtist inn í Hvalfjarðargöngin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja heyra í Grindvíkingum sem eru að fara úr bænum núna

Vilja heyra í Grindvíkingum sem eru að fara úr bænum núna
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stjórn Skóla ehf víkur leikskólastjóranum á Sólborg – Færa tvær deildir vegna myglu

Stjórn Skóla ehf víkur leikskólastjóranum á Sólborg – Færa tvær deildir vegna myglu