fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fréttir

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. september 2023 10:57

Mynd/Gylfi Gylfason hjá Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír danskir karlmenn voru handteknir í  umfangsmiklum aðgerðum lögreglu úti fyrir Garðskagavita í lok júní. Hafa þeir nú verið ákærðir í tengslum við umfangsmikið hasssmygl en um borð í skútunni, Cocette, fundust 157 kíló af hassi. Mennirnir eru á aldrinum 21-53 ára. Talið er að að fíkniefnin hafi átt að flytja til Grænlands, en skútan stoppaði þó við Íslandsstrendur til að sækja vistir. Tveir menn voru um borð í skútunni og hittu þann þriðja í fjörunni við Garðskagavita.

Nú hefur Landsréttur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum mannanna þriggja, þeim sem sá um að kaupa skútunna. Sá hefur ekki getað eða viljað útskýra fyrir lögreglu hvernig hann komst yfir fjármagnið eða hver leiðbeindi honum um hvernig bæri að ráðstafa því.

Gúmmíbátur og 157 kíló af hassi

Er málinu lýst svo í greinargerð – „Að kvöldi 23. júní 2023 sást skúta úti við Garðskagavita. Sást maður sigla úr skútunni á gúmmíbát og þar annan mann í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bifreið og í gúmmíbátinn. Sigldi maðurinn sem kom á gúmmíbátnum á ný út í skútuna eftir það. Lögregla fór í framhaldinu um borð í skútuna, þar sem varnaraðili var ásamt þeim sem hafði farið í gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust 157.092 g af hassi og 40,52 g af maríhúana.

Varnaraðili greindi frá því að hann hefði farið i bátsferð til gamans með hinum skipverjanum í skútunni. Vissi hann ekki hver borgaði flugmiðann fyrir hann frá Grænlandi til Kaupmannahafnar. Þeir hafi ætlað að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Svo hafi þeir lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur þar sem þeim vantaði vistir. Sagðist hann ekkert geta útskýrt fíkniefnin sem fundust um borð.

Fyrrum eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150.000 danskar krónur þar sem fram kom að varnaraðili hafi keypt skútuna og millifært kaupverð í mars á þessu ári. Sagði varnaraðili við lögreglu að hann hafi fengið þessa fjárhæð inn á reikning sinn og svo millifært áfram. Hann viti ekki hver lagði in á reikninginn og mundi hann ekki hver bað hann að millifæra fjárhæðina á fyrrum eiganda skútunnar.

Varnaraðili var í júní úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðhald hefur svo ítrekað verið framlengt. Ákæruvaldið heldur því fram að með tilliti til almannahagsmuna sé nauðsynlegt að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum, en það væri til þess fallið að valda hneykslun í samfélaginu og særa réttarvitund almennings gengi maður laus sem hefur verið kærður fyrir svo alvarlegt brot.

Ákæra var gefin út í málinu þann 15. september og mun maðurinn þurfa að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi fram til fimmtudagsins 12. október. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þann 20. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“
Fréttir
Í gær

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs