fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Slysavarnadeild gjaldþrota vegna skráningarklúðurs

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. september 2023 16:00

Starfsemi deildarinnar hefur legið í dvala en ekki stóð til að leggja hana niður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slysavarnadeildin Ársól á Reyðarfirði hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sú að ekki voru skráðir raunverulegir eigendur að baki félaginu.

Deildin er hluti af, en samt aðskilin frá, björgunarsveitinni Ársól. Illa hefur gengið að manna starf slysavarnardeildarinnar á undanförnum árum og því hefur starfsemin legið niðri.

Ekki var samt ásetningur björgunarsveitarinnar að leggja deildina niður heldur átti hún að vera í hvíld þar til tækist að lífga starfið við að nýju. En eins og flestir vita þá er starf björgunarsveitanna sjálfboðaliðastarf.

Í vor var hins vegar óskað eftir gjaldþrotaskiptum á slysavarnadeildinni og frestur gefinn til 29. maí. Þann 7. júní var búið svo tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Austurlands. Skiptastjóri hefur nú óskað eftir kröfum í búið og verður félaginu slitið þann 20. nóvember.

Raunverulegir eigendur ekki skráðir

Samkvæmt heimildum DV orsakast gjaldþrotið af skráningarklúðri. Fjárhagur slysavarnadeildarinnar jafnt sem björgunarsveitarinnar sé traustur.

Árið 2019 voru sett lög um skráningu raunverulegra eigenda að félögum, lög sem byggð voru á Evrópureglugerð sem ætlað var að tryggja gegnsæi og eru hluti af aðgerðapakka Evrópusambandsins til að takast á við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Björgunarsveitinni láðist að skrá raunverulega eigendur fyrir slysavarnadeildina og illa hefur gengið að lagfæra mistökin. Er því deildin að hverfa af bókum björgunarsveitarinnar núna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi