fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Sakfelldur fyrir heimilisofbeldi – Sagði konuna hafa látið sig falla leikrænt á stofuborð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. september 2023 17:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot í nánu samabandi. Ákært var vegna brota sem höfðu átt sér stað árin 2021 og 2022. Í einu tilviki var ma’ðurinn sakaður um að hafa slegið sambýliskonu sína með flötum lófa í andlitið á heimili þeirra.

Í öðru tilviki var hann sakaður um að hafa, á þáverandi dvalarstað parsins, tekið konuna hálstaki með annarri hendi og slegið hana í andlitið með hinni hendinni.

Í þriðja tilvikinu, sem gerðist á heimili parsins, tók maðurinn konuna hálstaki með annarri h endi, sló hana í anliditð með krepptum hnea og sagði við hana að hann ætlaði að berja hana betur.

Í fjórða lagi hrinti maðurinn konunni harkalega á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði og vínflöskum sem lág á gólfi íbúðarinnar.

Maðurinn var sakfelldur í öllum ákæruliðum en vitni voru að ofbeldinu. Maðurinn neitaði því að hafa nokkurn tíma beitt konuna ofbeldi. Um atvikið þegar hann hrinti henni svo hún lenti á stofuborði og vínflöskum sagðist hann hafa ýtt við henni en ekki hrint henni. Hún hafi látið sig falla leikrænt á borðið og gripið báðum höndum um borðbrúnina.

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi