Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot í nánu samabandi. Ákært var vegna brota sem höfðu átt sér stað árin 2021 og 2022. Í einu tilviki var ma’ðurinn sakaður um að hafa slegið sambýliskonu sína með flötum lófa í andlitið á heimili þeirra.
Í öðru tilviki var hann sakaður um að hafa, á þáverandi dvalarstað parsins, tekið konuna hálstaki með annarri hendi og slegið hana í andlitið með hinni hendinni.
Í þriðja tilvikinu, sem gerðist á heimili parsins, tók maðurinn konuna hálstaki með annarri h endi, sló hana í anliditð með krepptum hnea og sagði við hana að hann ætlaði að berja hana betur.
Í fjórða lagi hrinti maðurinn konunni harkalega á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði og vínflöskum sem lág á gólfi íbúðarinnar.
Maðurinn var sakfelldur í öllum ákæruliðum en vitni voru að ofbeldinu. Maðurinn neitaði því að hafa nokkurn tíma beitt konuna ofbeldi. Um atvikið þegar hann hrinti henni svo hún lenti á stofuborði og vínflöskum sagðist hann hafa ýtt við henni en ekki hrint henni. Hún hafi látið sig falla leikrænt á borðið og gripið báðum höndum um borðbrúnina.
Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur.
Dóminn má lesa hér.