fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Fréttir

Sakfelldur fyrir heimilisofbeldi – Sagði konuna hafa látið sig falla leikrænt á stofuborð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. september 2023 17:00

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot í nánu samabandi. Ákært var vegna brota sem höfðu átt sér stað árin 2021 og 2022. Í einu tilviki var ma’ðurinn sakaður um að hafa slegið sambýliskonu sína með flötum lófa í andlitið á heimili þeirra.

Í öðru tilviki var hann sakaður um að hafa, á þáverandi dvalarstað parsins, tekið konuna hálstaki með annarri hendi og slegið hana í andlitið með hinni hendinni.

Í þriðja tilvikinu, sem gerðist á heimili parsins, tók maðurinn konuna hálstaki með annarri h endi, sló hana í anliditð með krepptum hnea og sagði við hana að hann ætlaði að berja hana betur.

Í fjórða lagi hrinti maðurinn konunni harkalega á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún lenti á sófaborði og vínflöskum sem lág á gólfi íbúðarinnar.

Maðurinn var sakfelldur í öllum ákæruliðum en vitni voru að ofbeldinu. Maðurinn neitaði því að hafa nokkurn tíma beitt konuna ofbeldi. Um atvikið þegar hann hrinti henni svo hún lenti á stofuborði og vínflöskum sagðist hann hafa ýtt við henni en ekki hrint henni. Hún hafi látið sig falla leikrænt á borðið og gripið báðum höndum um borðbrúnina.

Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 500 þúsund króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þremur bjargað úr íbúð í Hafnarfirði í nótt – Kviknaði í rafhlaupahjóli

Þremur bjargað úr íbúð í Hafnarfirði í nótt – Kviknaði í rafhlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Brúðardansinn með Pútín markaði upphaf mikillar niðursveiflu – Nú tekur ráðherrann fyrrverandi síðasta skrefið

Brúðardansinn með Pútín markaði upphaf mikillar niðursveiflu – Nú tekur ráðherrann fyrrverandi síðasta skrefið
Fréttir
Í gær

Jón Ingvar krefst miskabóta og bóta vegna vangoldinna launa frá Innheimtustofnun sveitarfélaga

Jón Ingvar krefst miskabóta og bóta vegna vangoldinna launa frá Innheimtustofnun sveitarfélaga
Fréttir
Í gær

Tælenska þingið sendir Íslandi tóninn og kærir Ara – „Hann benti á mig eins og ég væri svín eða hundur“

Tælenska þingið sendir Íslandi tóninn og kærir Ara – „Hann benti á mig eins og ég væri svín eða hundur“
Fréttir
Í gær

Gabríel Aron ákærður fyrir að ráðast með hnífi á sofandi konu – „Hann stakk mig ekki, hann slæsaði mig og skar rétt framhjá púlsæð“

Gabríel Aron ákærður fyrir að ráðast með hnífi á sofandi konu – „Hann stakk mig ekki, hann slæsaði mig og skar rétt framhjá púlsæð“
Fréttir
Í gær

Þrjú ofbeldismál gegn Sölva Tryggvasyni felld niður

Þrjú ofbeldismál gegn Sölva Tryggvasyni felld niður