fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Birtir tölvupóstsamskipti lögreglunnar við útvarpsstjóra vegna Byrlunarmálsins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. júní 2023 12:32

Frosti birti samskipti lögreglunnar við Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra. Hann vísaði fyrirspurninni á Þóru Arnórsdóttur, þáverandi ritstjóra Kveiks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir því við Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, að hann gæfi upp hvaða starfsmaður RÚV hefði haft afnot af tilteknu símanúmeri sem skráð var á fréttastofu RÚV og tengist rannsókn á meintum brotum gegn Páli Steingrímssyni, skipstjóra Samherja. Því neitaði Stefán til að byrja með en eftir ítrekaða fyrirspurn lögreglu vísaði hann fyrirspurninni á Þóru Arnórsdóttur, þáverandi ritstjóra Kveiks.

Þetta er meðal annars það sem kemur fram í nýjustu þáttum fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar á hlaðvarpsveitunni Brotkast.

Segir byrlunina sannarlega hafa átt sér stað

Eins og alþjóð veit rannsakar lögreglan nú hvort fjórir blaðamenn,  Aðalsteinn Kjartansson og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamenn á Heimildinni, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar og Þóra hafi gerst sek um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi með því að afrita síma Páls eftir að honum var stolið þar sem hann lá á sjúkrabeði.

Fyrst birtist viðtal Frosta við framhaldsskólakennarann og bloggarann Pál Vilhjálmsson, sem skrifað hefur ítarlega um málið og hvergi sparað gagnrýni sína á störf RÚV og fjölmiðlafólksins. Og því var svo fylgt eftir með öðrum þætti þar sem að Frosti fór yfir málið.

Í stuttu máli kemur fram að Páll hefur haldið því fram að starfsmenn RÚV hafi komið að því að byrla fyrir skipstjóranum og stolið síma hans og gögnum í kjölfarið. Segir Frosti að hann hafi fundist pistlar Páls reyfarakenndir og nánast ótrúverðugir á köflum en eftir að hafa kynnt sér gögn málsins sé hann kominn á aðra skoðun.

„Það er nokkuð augljóst af gögnum málsins sem ég hef nú bæði séð í sjúkraskýrslum og lögregluskýrslum að byrlunin átti sér svo sannarlega stað. Byrlunin var lífshættuleg og olli Páli skipstjóra miklu tjóni; bæði líkamlega og andlega. Þá er einnig augljóst í gögnum málsins að síma Páls var stolið af sjúkrabeði hans og síminn fluttur upp í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti, þar sem hann var afritaður og afritin síðan notuð til að byggja upp samræmdan fréttaflutning Stundarinnar og Kjarnans, eins og þeir miðlar hétu þá. Þannig virðast blaðamennirnir hafa verið í ákveðnu samkrulli með byrlaranum. Það lítur allavega þannig út,“ segir Frosti og bætir við:

„Samkvæmt gögnum málsins höfðu blaðamennirnir í aðdraganda byrlunarinnar keypt á kennitölu RÚV sérstakt símtæki til að geta afritað síma Páls á meðan hann lægi meðvitundarlaus á spítalanum.“

Sama gerð af síma og nánast sama númer

Þá bendir Frosti á, sem áður hefur komið fram á bloggi Páls, að símtækið sem keypt var hafi verið sömu tegundar og farsími Páls Þá hafi nánast sama símanúmer verið valið og Páll var með. Það fullyrðir Frosti, hafi verið„til þess að samskipti byrlarans við starfsmenn RÚV gæti gætu verið misskilin sem samskipti við Pál þegar yfirlit símreikningsins yrði skoðað.“

Segir Frosti að í ljósi alls þessa þá sé málið talsvert umfangsmeira heldur en það að blaðamaður taki við gögnum frá heimildarmanni og vinni upp úr þeim fréttir.

„Þetta er allt annað mál og mun alvarlegra. Þarna koma blaðamenn að skipulagningu máls áður en byrlað er fyrir skipstjóranum. Áður en síma hans er stolið og sjá svo sjálf um að stela úr símanum og það í húsakynnum Ríkisútvarpsins. Þetta gerðu þeir á sama tíma og starfsmenn gjörgæslu Landsspítalans voru hinu megin við götuna að berjast við að halda lífi í Páli. Það kemur augljóslega fram í sjúkraskýrslum Páls,“ segir Frosti.

Hann efast um að öll þessi atburðarás geti verið tilviljun ein. „Að uppi á RÚV hafi verið keyptur samskonar sími og Páll skipstjóri átti viku áður en byrlað var fyrir honum og að valið hafi verið í hann nánast sama símanúmer og Páll var með? Að sá sami sími hafi síðan verið notaður til að vera í samskiptum við konuna sem á ákveðnum tímapunkti viðurkenndi bæði byrlunina og að hafa komið stolnum síma Páls í hendur blaðamanna. Gæti allt þetta virkilega hafa verið tilviljanir? Vissulega kann það að vera, en eitthvað segir mér að það sé mjög ósennilegt,“ segir Frosti.

Hann birtir síðan áðurnefnd tölvupóstsamskipti lögreglu við Stefán Eiríksson, útvarpsstjóra, en sem sannarlega sýna fram á áhuga lögreglunnar á umræddu símtæki og símanúmeri, sem er sannarlega nánast hið sama og Páll Steingrímsson skipstjóri notar.

Þá veltir Frosti því einnig fyrir sér þeirri staðreynd að tveimur vikum eftir þessi samskipti hafi Þóra Arnórsdóttir lokið störfum á RÚV og gengið frá ráðningu sinni sem upplýsingafulltrúi Landsvirkjunnar.

Tölvupóstsamskipti lögreglunnar við Stefán Eiríksson

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi