fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot, en maðurinn, var fundinn sekur um að hafa haft í vörslum sínum rúmlega 2,7 kíló af amfetamíni, 692 stykki af vefaukandi steralyfjum og 225 ml af vefaukandi steralyfum. Landsréttur hefur nú fallist á kröfu héraðssaksóknara um að Daniel verði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til áfrýjunarfrestur er liðinn í máli hans.

Daniel var einnig fundinn sekur um að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan Rolex-armbandsúri að verðmæti tæpra 1,2 milljóna, Breitling armbandsúri, Louis Vuitton tösku, Louis Vuitton snyrti tösku og Louis Vuitton belti að óþekktu verðmæti.

Við meðferð málsins hjá Héraðsdómi Reykjavíkur játaði Daniel skýlaust þær sakir sem á hann voru bornar.

Taldi lögregla að þar sem Daniel hefði nú verið sakfelldur og dæmdur til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, þá gæti það valdið hneykslun í samfélaginu og sært réttarvitund almennings ef hann fengi að ganga laus á meðan áfrýjunarfrestur í málinu líður, eða mál hans er til meðferðar á æðra dómstigi. Brot hans séu alvarleg og hafi verið um mikið magn hættulegra fíkniefna að ræða.

Í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði

Daniel var fyrst hnepptur í gæsluvarðhald þann 11. febrúar, en sá tími sem hann hefur varið í gæsluvarðhaldi mun koma til frádráttar þeirri fangelsisvist sem hann hefur verið dæmdur í. Landsréttur féllst í gær á að úrskurða áframhaldandi gæsluvarðhald, þó ekki lengur en til föstudagsins 1. desember á þessu ári. Þegar Daniel var sakfelldur fyrir brot sín bar hann því við fyrir dómi að hann hefði mátt sæta misrétti á grundvelli þjóðernis hvað gæsluvarðhaldsvistina varðaði, en gæsluvarðhaldið hefði verið úr hófi langt. Hafi hann þurft að sæta slíku varðhaldi á meðan íslenskir sakborningar í sambærilegum málum þyrftu þess ekki. Dómari féllst þó ekki á að slík sjónarmið ættu að vera metin honum til refsilækkunar. Var þó tekið fram við ákvörðun refsingar að Daniel hafði ekki áður hlotið refsingu hér á landi, hann hefði játað, lýst yfir iðrun og beðist afsökunar. Hann hafi greint dómara frá því að skammast sín fyrir háttsemi sína og vísaði til þess að hafa átt erfitt á þeim tíma er brotin voru framin.

Ljóst er að síðan dómurinn féll hefur aftur verið fallist á gæsluvarðhald og þó svo dómur sé fallinn í máli hans, þrátt fyrir að hann hafi játað á sig sakir og málið telst fullrannsakað – þarf hann áfram að sæta gæsluvarðhaldi ef svo kynni að vera að hann ákveði að áfrýja til Landsréttar.

Til samanburðar mætti nefna dóm sem féll hjá Héraðsdómi Reykjaness í desember á síðasta ári. Þar var íslenskur karlmaður sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann hafði í vörslum sínum 2,9 kíló af amfetamíni, 25 grömm af MDMA í duftformi og 122 stykki af efninu í töfluformi og 87 grömm af kókaíni. Íslendingurinn játaði sök, var með fleiri fíkniefnabrot á sakaskrá, auk dóms fyrir þjófnað. Sá maður var dæmdur í tveggja ára fangelsi að frádregnu gæsluvarðhaldi sem hann mátti sæta, sem varði í tvær vikur.

Annar dómur féll gegn íslenskum manni í Héraðsdómi Reykjaness í september síðast liðnum. Þar var Íslendingurinn fundinn sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot, en hann hafði í vörslum sínum tæp 4,7 kílógrömm af amfetamíni, 990 ml af amfetamínvökva, og neysluskammta af hassi og kannabis. Vopnalagabrotið fólst í því að á heimili hans fundust tvö handjárn, lásbogi, gasskotvopn, tvö sverð og útdraganleg kylfa. Íslendingurinn játaði skýlaust, var með hreint sakavottorð og hafði leitast við að koma lífi sínu á réttan kjöl. Maðurinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Sá maður hafði sætt gæsluvarðhaldi í alls 10 daga.

Ljóst er því að gæsluvarðhaldi hefur verið beitt í mun minni mæli í sambærilegum málum, hvað varðar magn fíkniefna, afstöðu sakborninga til brotsins og framkomu eftir að málið komst upp. Eina sem virkilega skilur á milli málanna er lengd gæsluvarðhalds.

Eins var gæsluvarðhaldið í gær veitt á grundvelli almannahagsmuna, þ.e. að það muni misbjóða almenningi ef maðurinn gangi laus. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er sérstök heimild hvað gæsluvarðhald varðar í tilfellum þar sem óttast er að sakborningur muni reyna að flýja land eða koma sér undan refsingu sinni. Sú heimild varð ekki grundvöllur að beiðni héraðssaksóknara í þessu máli, heldur almannahagsmunir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“