fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fréttir

ESB setur 300 milljarða í skotfæraframleiðslu fyrir Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. mars 2023 07:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíminn er afgerandi fyrir Úkraínu og því leggur ESB nú til þrjár leiðir til að tryggja Úkraínumönnum skotfæri.

Þetta sagði Josep Borrel, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, á fréttamannafundi í gær að fundi varnarmálaráðherra ESB-ríkjanna loknum.

Hann sagði að almenn samstaða væri um að þetta þurfi að gera en enn sé nokkrum spurningum ósvarað.

Hann sagði í leiðunum þremur felist að fyrsta árið verði einn milljarður evra settur til hliðar til að bæta aðildarríkjum, sem senda skotfæri sem þau eiga á lager til Úkraínu, kostnaðinn.

Þessi leið er sú hraðasta til að tryggja að Úkraína fái skotfæri fyrir stórskotalið sitt.

Í annarri leiðinni felst að Borrel vill setja einn milljarð evra til Evrópsku varnarmálastofnunarinnar (EDA) sem getur séð um sameiginleg innkaup allra 27 aðildarríkjanna.

Þriðja leiðin gengur út á að ESB-ríki finni sjálf út hvernig þau geta aukið skotfæraframleiðslu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu