fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Umfangsmikil smitrakning í gangi vegna berklatilfella hér á landi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. mars 2023 09:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa fjögur berklatilfelli greinst hér á landi. Einn berklasjúklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann og óvenjulega stór hópur, tengdur viðkomandi, hefur verið sendur í smitrakningu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Ernu Milunku Kojic, yfirlækni á smitsjúkdómadeild, að einn sjúklingur hafi verið lagður inn á Landspítalann og að óvenjulega stór hópur, tengdur viðkomandi, hafi verið sendur í smitrakningu. Hún hafi leitt til þess að þrír til viðbótar hafi greinst með berkla.

Erna sagði að tilvik sem þessi séu tekin alvarlega og alltaf sé brugðist hratt við. Hún sagði að heimilislæknakerfið hafi verið virkjað til að skima fyrir sýkingum.

Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, sagði að mikil rakning fari alltaf í gang þegar tilfelli af þessu tagi koma upp. Það tekur langan tíma að staðfesta smit því það þarf að rækta sýni.

Erna sagði að íslenska heilbrigðiskerfið sé mjög vel í stakk búið til að takast á við sjúkdóm eins og berkla.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi