fbpx
Laugardagur 25.mars 2023
Fréttir

Þessi þrjú vopn breyttu gangi stríðsins í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. mars 2023 05:20

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sendi her sinn inn í Úkraínu fyrir rétt rúmu ári, bjuggust flestir við skjótum sigri Rússa. En það gekk ekki eftir og eru Rússar víðs fjarri því að ná þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér.

Margir þættir spila þar inn í. Til dæmis getuleysi rússneska hersins, lélegur búnaður, lélegir stjórnendur, spilling og lítill baráttuandi.  En einnig skiptir miklu máli að Úkraínumenn eru fullir baráttuvilja og hafa að sögn sérfræðinga beitt hernaðartækni sem stendur þeirri rússnesku langtum framar. En það sem skiptir einna mestu máli eru vopn frá Vesturlöndum.

Í nýlegri umfjöllun CNN var fjallað um þau þrjú vestrænu vopn sem hafa skipt sköpum um gang stríðsins.

Javelin er fyrsta vopnið sem nefnt er. Þetta er flugskeyti, sem er ætlað til notkunar gegn skriðdrekum. Einn maður getur borið slíkt flugskeyti og byssuna sem því er skotið úr. Hún er einfaldlega sett á öxlina, miðað og skotið. Síðan hefur notandinn tíma til að taka á sprett og forða sér á meðan flugskeytið finnur skotmark sitt.

Breskur hemaður þjálfar úkraínska hermenn í notkun Javelinflauga. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Það, hversu auðvelt Javelin er í notkun, gerir það að frábæru vopni fyrir Úkraínumenn og hafa þeir beitt því óspart og valdið Rússum miklu tjóni með því. Vopnið kom sér sérstaklega vel á fyrstu dögum stríðsins þegar Rússar reyndu að komast inn í þéttbýli með skriðdreka sína og önnur tól. Úkraínumenn gátu þá falið sig bak við tré eða inni í húsi, skotið á Rússana og látið sig hverfa á brott áður en þeir náðu að svara skothríðinni.

HIMARS hefur heldur betur komið að góðu gagni en þetta er flugskeytakerfi sem getur skotið flugskeytum 70-80 km með mikilli nákvæmni, eða í mesta lagi 10 metra skekkju. Um 5 tonna bíl er að ræða sem er með skotpall sem getur skotið 6 flugskeytum í röð og ekki endilega á sama skotmarkið.

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

 

 

 

 

 

 

Með HIMARS gátu Úkraínumenn ráðist á birgðaflutningalínur Rússa langt að baki víglínunni sem og vopnageymslur þeirra og bækistöðvar. Rússar þurftu að bregðast við þessu með því að flytja bækistöðvar og vopnageymslur lengra frá víglínunni og þannig urðu birgðaflutningar þeirra erfiðari.

Bayraktat TB2 drónar frá Tyrklandi hafa komið að góðum notum í stríðinu. Þeir eru frekar ódýrir, geta borið töluvert af sprengiefni og myndavél.

Upptökur frá þeim sýna þegar þeir hafa eyðilagt brynvarin rússnesk ökutæki, stórskotaliðsbyssur og birgðaflutningalínur.

Tyrkneskur Bayraktar dróni. Mynd:Getty

 

 

 

 

 

 

Drónarnir eru þó hægfara og því auðveldari viðureignar fyrir loftvarnasveitir Rússa.

Úkraínumenn hafa fengið 40 til 50 dróna af þessari tegund. Talið er að 17 þeirra hafi verið grandað af rússneskum loftvarnarsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu