fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segir að öllu sé lokið hjá Pútín ef Úkraínumenn ná ákveðnu landsvæði aftur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 09:00

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, er einarður stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússland. Hann var í Washington D.C. í Bandaríkjunum í gær þar sem hann kom fram á vegum hugveitunnar Atlantic Council.

Sky News segir að Johnson hafi komið fram hjá hugveitunni til að þrýsta á Vesturlönd að halda áfram að styðja Úkraínu. Hann sagði að „engar gildar ástæður séu fyrir töfum“ á stuðningi Vesturlanda við Úkraínu.

Hann sagði að vestræn bandalagsríki Úkraínu „eigi að láta Úkraínumenn fá allt það sem þeir þurfa til að binda endi á þetta stríð“. „Látum þá fá þessi verkfæri núna,“ sagði hann.

Hann sagði að ef Úkraínumönnum takist að ná landræmunni á milli Maríupól, Donbas og Krím muni það hjálpa til við að binda endi á stríðið: „Ef þeir ná Melitopol og Berdiansk og Maríupól, ná þessum svæðum, þá er þessu lokið hjá Pútín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi