fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og eindreginn stuðningsmaður forsetaframbjóðandans Katrínar Jakobsdóttur, skýtur föstum skotum á annan frambjóðanda, Jón Gnarr. Jóni hefur verið tíðrætt um framboð Katrínar og telur það gagnrýnisvert í ljósi þess að hún er fráfarandi forsætisráðherra. Segir hann forskot Katrínar gagnvart öðrum frambjóðendum vera ósanngjarnt.

Össur er ekki sammála þessu. Í nýjum Facebook-pistli segir hann að fólk eigi einfaldlega að hafa val um frambjóðendur. Hann spyr hvar draga eigi línuna og bendir um leið á forgjöf sem hann telur að Jón njóti:

„Jóni Gnarr finnst það skrítið, og ýjar að því að það sé hálfgert svindl gagnvart honum og öðrum frambjóðendum til forseta, að kona sem hefur gegnt stöðu forsætisráðherra leyfi sér að bjóða sig fram – einsog hann. Slíkur einstaklingur hafi svo mikið forskot af því hún er svo þekkt, og hefur verið svo mikið í fjölmiðlum.

Hverjir mega þá bjóða sig fram til forseta? Hvar vill hann draga línuna? Mega t.d. fyndnu kallarnir sem hafa í tvo áratugi verið vinsælustu grínistar sjónvarpa og útvarpa og eru líklega jafn þekktir og helstu brýni stjórnmálanna bjóða sig fram? Vitaskuld. Það hlýtur samt að vera á grensunni ef maður huxar línu Jóns Gnarr til enda sem höfundurinn hefur greinilega ekki gert.

Hvað með fyrrverandi borgarstjóra? Sú staða var löngum talin með þremur valdamestu embættum á Íslandi. Jón Gnarr var sjálfur (góður) borgarstjóri og tröllreið fjölmiðlum í því hlutverki. Er eitthvað að því að hann bjóði sig til forráða á Bessastöðum? Vitaskuld ekki.“

Össur segir að Jón hagi sér eins og fígúran Georg Bjarnfreðarson og segir honum að hætta að væla:

Fólk á einfaldlega að hafa val. Ef menn vilja einstakling sem hefur djúpa reynslu líkt og Ólafur Ragnar eða Katrín Jakobsdóttir þá eiga þeir að hafa frelsi til að geta valið slíkan frambjóðanda ef hann á annað borð er í boði. Ef þeir vilja fremur fyndinn kall sem segist ekki ætla að vera trúður á Bessastöðum en kallar sig nú þegar með sögulegri íroníu „Jón forseta“ þá eiga þeir endilega að kjósa hann.

Jón Gnarr á að hætta að væla um þetta í hverjum þætti, og hætta að vera gnavinn einsog Georg Bjarnfreðarson. Þá munu snarlega aukast líkurnar á að hann muni í framtíðinni brosa sínu breiða brosi af Álftanesinu til glaðrar þjóðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“