fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúi í Langholtshverfi mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun og segir hann að þetta sé í annað skipti á einni viku sem hann sér rottu í hverfinu.

Málið var rætt í íbúahópi Langholtshverfis í morgun og sagði viðkomandi að gera þurfi betur í að eitra fyrir rottunni. Spurði viðkomandi hvort fleiri hafi orðið varir við rottugang. „Já, rottukúkur út um allt inni hjá okkur,“ segir í einu svarinu.

Rottugangur í höfuðborginni hefur verið nokkuð til umræðu síðustu vikur. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfum mánuði íbúar í miðborginni hefðu kvartað undan miklum rottugangi. Var haft eftir einum íbúa í miðborginni til 35 ára að hann hefði aldrei séð annað eins.

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir sagði að rottan sæist nú á fleiri stöðum í höfuðborginni en í miðborginni.

„Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ sagði Steinar sem kenndi lífrænu sorptunnunum um þessa fjölgun að einhverju leyti.

„Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft,“ sagði Steinar í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 10. apríl síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun