fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 09:00

Vladimir Pútín. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru Dieter S, 39 ára, og Alexander J., 37 ára, handteknir í Þýskalandi. Þeir eru báðir af þýsk/rússneskum ættum og eru grunaðir um njósnir fyrir Rússland, að hafa aflað upplýsinga um hugsanleg skotmörk í landinu, þar á meðal bandarískar herstöðvar.

Þeir voru handteknir í aðgerð sérsveita þýsku lögreglunnar í bænum Bayreuth sem er í suðurhluta Bayern. Húsleit var gerð heima hjá þeim og á vinnustöðum þeirra.

Dieter S. hefur barist með hersveitum, hliðhollum Rússum, í austurhluta Úkraínu og er hann grunaður um að hafa verið að skipuleggja árás í Þýskalandi. Nancy Faeser, innanríkisráðherra, sagði á fréttamannafundi að yfirvöldum hafi tekist að koma í veg fyrir hugsanlega sprengjuárás sem hafi verið ætlað að hæfa og grafa undan hernaðaraðstoð Þjóðverja við Úkraínu.

Samkvæmt handtökuskipuninni á hendur tvímenningunum þá eru þeir grunaðir um að starfa fyrir erlenda leyniþjónustu og fyrir að hafa undirbúið skemmdarverk. Dieter S. er sagður hafa farið víða um Þýskalandi og tekið myndir og myndbönd sem hann lét tengilið sínum hjá rússnesku leyniþjónustunni í té. Er Alexander J. sagður hafa aðstoðað hann síðan í mars. Í annarri handtökuskipun er Dieter S. sagður vera félagi í erlendum hryðjuverkasamtökum og að hann sé að undirbúa alvarlega aðgerð sem stofni öryggi ríkisins í hættu.

Þýskaland er það land sem lætur Úkraínu næst mest af vopnum í té, aðeins Bandaríkin leggja meira af mörkum.

Af þessum sökum og fleiri hafa Rússar ákveðið að Þýskaland sé höfuðandstæðingur þeirra í Evrópu.

Í mars sagði Oleksiy Danilov, sem starfaði áður hjá úkraínska stríðsmálaráðuneytinu, í samtali við The Times of London að Úkraínumenn hafi ítrekað varað Þjóðverja við „rússnesku njósnaneti sem sé mjög virkt í Þýskalandi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins