fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 10:12

Nýjar höfuðstöðvar dk hugbúnaðar verða í nýju og glæsilegu húsnæði að Dalvegi 30 í Kópavogi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

dk hugbúnaður hefur flutt höfuðstöðvar sínar í nýtt og glæsilegt húsnæði að Dalvegi 30 í Kópavogi. Þá hefur fyrirtækið einnig kynnt nýtt vörumerki. 

Fyrirtækið var stofnað árið 1998 og var fyrsta vara dk framtalsforrit sem náði fljótt vinsældum. dk hefur vaxið ört undanfarin ár og hafa tekjur fyrirtækisins tvöfaldast á síðustu sex árum, eins og segir í tilkynningu. 

Hugbúnaður dk er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn hér á landi í rúmlega tvo áratugi. Í dag býður dk upp á alhliða viðskiptahugbúnað sem inniheldur meðal annars bókhalds-, launa-, birgða- og afgreiðslukerfi ásamt því að reka eina stærstu hýsingarþjónustu landsins sem rúmlega þrjátíu þúsund fyrirtæki nýta sér.  

,,Margt hefur verið í gangi hjá fyrirtækinu að undanförnu. Við héldum upp á 25 ára afmæli síðasta haust, fluttum höfuðstöðvar okkar um áramótin í nýtt húsnæði á Dalvegi 30 auk þess sem vörumerki dk hefur fengið nýja ásýnd. Frá upphafi og í gegnum þessa vinnu var það markmið okkar að uppfæra ásýnd vörumerkisins en ekki að gjörbreyta því. Merkið vísar í eldri útgáfur merkja dk. Innblásturinn var sóttur bæði í ríka arfleifð og framtíðarsýn fyrirtækisins og táknar örin framþróunina sem dk stendur fyrir. Nýtt merki dk er táknmynd nýrra tíma sem byggja á sterkum grunni, sem er aflvaki framfara, nýsköpunar og samstarfs,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar. 

Ýmsar nýjar lausnir 

Fyrirtækið hefur þróað ýmsar aðrar nýjungar eins og dk One sem er app- og veflausn sem hefur verið mjög vinsæl. dk One appið er eins og framlenging á bókhaldskerfinu og hentar vel þeim notendum sem eru mikið á ferðinni og vilja geta nýtt nýjustu tækni. dk One býður upp á sölukerfi, tímaskráningu, verkbókhald, samþykktarkerfi og að skrá kostnað með því að taka myndir af kvittunum sem tengist beint við bókhaldið svo fátt eitt sé nefnt.

Á síðasta ári kom út ný lausn í afgreiðslukerfinu, dk Pos App, þar sem rekstraraðilar geta verið með afgreiðslukerfi og posa í einu og sama tækinu sem jafnframt tengist bókhaldskerfi dk með einföldum hætti.

,,Það eru spennandi tímar framundan hjá dk og erum við stöðugt að þróa nýjar lausnir og skapa aukið virði fyrir viðskiptavini okkar og þeirra viðskiptavini,“ segir Hulda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi
Fréttir
Í gær

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu

NATÓ-ríki íhuga að senda hermenn til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Áhorfendur áttu betra skilið“

„Áhorfendur áttu betra skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð