fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Fréttir

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingur, og Sindri M. Stephensen, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, birta grein á Vísir.is um skuggalega útkomu íslenskra nemenda í könnun Pisa. Þar benda þeir á niðurfellingu samræmdra prófa sem skýringu:

„Afturför íslenskra grunnskólabarna hefur verið samfelld frá árinu 2009. Það sama ár lögðu stjórnvöld niður samræmd próf á Íslandi með þeim hætti að ekki mátti lengur styðjast við þau við inntöku í framhaldsskóla. Sumir framhaldsskólar áformuðu að taka upp inntökupróf í staðinn, í þeim tilgangi að tryggja að námsárangur réði áfram tækifærum barna til framhaldsnáms, en þau áform voru að sama skapi slegin út af borðinu af stjórnvöldum.“

Höfundar segjast hafa varað við niðurfellingu samræmdra prófa í grein á sínum tíma og bent á að ólík lokapróf í hverjum og einum grunnskóla yrðu ómarktækur mælikvarði á námsárangur og breytingin myndi leiða til einkunnaverðbólgu, skólar myndu draga úr kröfum og leitast við að gefa nemendum sínum forskot gagnvart öðrum. Segja þeir komið á daginn að þeir hafi reynst sannspáir.

Greinarhöfundar benda á að þjóðfélagsbreytingar sem ýti undir ólæsi og tíndar eru til í umræðunni sem skýringar á þróuninni séu ekki einskorðaðar við Ísland:

„Í umræðunni um nýju PISA-niðurstöðurnar hafa margir borið blak af grunnskólakerfinu og menntastefnu stjórnvalda. Margar aðrar ástæður hafa verið tíndar til: íslenskan á undir högg að sækja, snjallsímanotkun hefur aukist, lestur hefur minnkað, foreldrar sinna börnum sínum minna en áður, flóttamönnum hafi fjölgað o.s.frv. Höfundar eru meðvitaðir um að ástæðurnar kunni að vera margþættar. Ekkert af framangreindu skýrir aftur á móti hvers vegna Ísland hrapar miðað við önnur vestræn ríki. Nær allt sem nefnt hefur verið á jafn vel við um önnur OECD-ríki. Einungis íslenska grunnskólakerfið hríðfellur niður lista PISA-könnunarinnar.“

Höfundar segja að endurvekja þurfi samræmd próf sem grundvöll fyrir inngöngu í framhaldsskóla. Þeir benda á að niðurfelling þeirra séu stór og afdrifarík breyting:

„Þegar kemur að hrakandi námsárangri íslenskra grunnskólabarna þá er niðurfelling samræmdra prófa skýring sem fáir virðast gefa gaum. Niðurfellingin er ein stærsta breytingin sem gerð hefur verið á grunnskólakerfinu á þessari öld – og námsárangurinn hefur legið niður á við allar götur síðan.

Breyta þarf reglum á þann veg að samræmd próf fái aftur raunverulegt gildi, annars vegar sem grundvöllur fyrir inngöngu í framhaldsskóla og hins vegar með opinberri birtingu niðurstaða þeirra niður á einstaka grunnskóla. Það er forsenda þess að endurreisa megi grunnskólastigið þannig að nemendur séu metnir að verðleikum, þeim tryggð jöfn tækifæri til náms og að raunverulegur námsárangur skipti máli á ný.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson