fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Útsvarsgreiðendur þurfa að borga á fjórða hundrað milljónir vegna klúðurs Strætó

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 21. desember 2023 19:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að borgin skyldi veita Strætó bs. aukafjárframlag sem nemur 198.989.442 króna. Óskaði stjórn Strætó eftir framlaginu, frá borginni og öðrum eigendum félagsins, til að greiða skaðabætur og vexti sem félagið var dæmt til að greiða Teiti Jónassyni ehf. Það fyrirtæki fór í mál við Strætó vegna framkvæmdar útboðs vegna aksturs á fimmtán leiðum fyrir Strætó sem tapaði málinu bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Í frétt RÚV af málinu kom fram að það snúist um lokað útboð á vegum Strætó sem auglýst var 2009. Tilboði fjögurra annarra fyrirtækja, en Teits Jónassonar, sem mynduðu hagstæðustu samsetningu tilboða hafi verið tekið. Síðar hafi komið í ljós að vagnar Hagavagna hf., sem var eitt af fyrirtækjunum fjórum, uppfylltu ekki kröfur sem fullnægðu skilyrðum forvals og útboðs Strætó.

Með fundargerð borgarráðs fylgir bréf stjórnar Strætó til allra eigenda félagsins sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu segir að undanfarin ár hafi í fjárhagsáætlun Strætó verið gerður fyrirvari um að þegar niðurstaða í dómsmáli Teits Jónassonar gegn Strætó lægi fyrir yrðu eigendur Strætó að leggja félaginu til aukið fé til að greiða skaðabætur og vexti vegna málsins.

Landsréttur dæmt Strætó til að greiða um 193.918.137 króna í skaðabætur ásamt vöxtum fram til 11. september 2020 og dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags. Heildarupphæð sem Strætó beri að greiða sé því 351.458.794 króna.

Stjórn Strætó hafi ákveðið á stjórnarfundi 11. desember síðastliðinn að óska ekki eftir leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar þar sem áframhaldandi málarekstur muni ekki þjóna hagsmunum Strætó og því sé nú óskað eftir aukafjárframlagi frá eigendum.

Óskað er eftir því að eigendurnir skipti framlaginu á milli sín eftir íbúafjölda í lok annars ársfjórðungs ársins 2023.

Hvert sveitarfélag mun þá þurfa að greiða eftirfarandi upphæðir.

Reykjavík: 198.989.442 krónur

Kópavogur: 56.362.219 krónur

Hafnarfjörður: 43.508.901 krónur

Garðabær: 26.891.595 krónur

Mosfellsbær: 19.126.630 krónur

Seltjarnarnes: 6.580.007

Í bréfinu óskar stjórn Strætó eftir því að bón hennar hljóti flýtimeðferð. Eins og áður segir hefur borgarráð Reykjavíkur samþykkt beiðnina. Bæjarráð Hafnarfjarðar vísaði fyrir tæpri viku málinu til viðaukagerðar við fjárhagsáætlun þessa árs. Bæjarráð Garðabæjar hefur lagt það til við bæjarstjórn að samþykkja framlagið. Bæjarráð Kópavogs hefur vísað málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að veita framlagið og að sérstökum viðauka vegna þess verði bætt við fjárhagsætlun ársins 2023.

Þetta kemur fram í fundargerðum ráðanna sem aðgengilegar eru á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.

Bréf stjórnar Strætó er dagsett 13. desember síðastliðinn en í fundargerðum ráða og nefnda Seltjarnarness, sem birtar hafa verið á heimasíðu sveitarfélagsins síðan þá, er ekkert að finna um þetta mál og því óljóst hver afgreiðsla sveitarfélagsins á bón stjórnar Strætó er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd