fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 07:30

Vonandi rata aurarnir til íslenskra eigenda sinna en ekki í danska ríkiskassann baráttulaust!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skattayfirvöld í Danmörku hafa auglýst eftir eigendum tæplega 800 reikninga í dönskum bönkum. Reikningseigendurnir, sem eru í nafngreindir í listum frá tólf dönskum bönkum, eiga tilkall til samtals 13,6 milljóna danskra króna sem gerir 275 milljónir íslenskra króna. Einn reikningur er sagður innihalda um 800 þúsund danskar krónur, um 16 milljónir og sjö þeirra yfir 100 þúsund danskar krónur, 2 milljónir króna. Fjallað er um málið á vef danska miðilsins Berlingske Tidende.

Allir eiga reikningseigendurnir það sameiginlegt að þurfa að bæta við ítarlegri upplýsingum um sjálfan sig, að öllum líkindum í tengslum við lög og reglur sem eiga að koma í veg fyrir peningaþvætti.

Lítill tími er til stefnu en eftir mánudaginn 29. apríl næstkomandi verður reikningunum lokað og munu innistæðurnar renna í danska ríkisskassann.

Á þessari síðu má finna lista frá bönkunum tólf þar sem í mörgum tilvikum eru gefin upp nöfn þeirra reikningseigenda sem hafa á hættu að missa peningainneignir sínar til danskra yfirvalda. Við stutta leit má sjá allnokkur íslensk nöfn á listanum enda fjölmargir landsmenn sem hafa búið í lengri eða skemmri tíma í Danaveldi.

Ef möguleiki er að þú eigir danskan bankareikning er um að gera að athuga málið hið fyrsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki