fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Í samstarf um uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olís hefur undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun og Linde um samstarf í uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi. Markmiðið er að gera vetni að raunhæfum kosti í samgöngum á Íslandi, ekki síst er varðar vörudreifingu, þungaflutninga og stærri farartæki, þar sem bein rafvæðing hentar síður, eins og segir í tilkynningu. Olís hefur ávallt lagt ríka áherslu á umhverfismál og jafnt og þétt tekið ný græn skref í átt að umhverfisvænni orkugjöfum. Með undirritun á viljayfirlýsingu við Landsvirkjun og Linde tekur Olís þátt í að stuðla að bættri uppbyggingu á virðiskeðju vetnis á Íslandi, allt frá framleiðslu til notenda. Olís mun sýna vilja í verki og taka virkan þátt í flutningi vetnis, áfyllingu þess og smásölu og þannig leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftlagsbreytingar.,,Olís hefur ávallt verið í fararbroddi þegar kemur að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Að taka þátt í þessu verkefni með Landsvirkjun og Linde er í senn mikilvægt og spennandi skref til framþróunar í orkuskiptum á Íslandi. Olís sér vetni og rafeldsneyti sem mikilvæga orkugjafa til framtíðar fyrir viðskiptavini sína,“ segir Stefán Karl Segatta, sviðstjóri fyrirtækjasviðs Olís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt