fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fréttir

Fann óhugnanleg skilaboð í síma dóttur sinnar – Varar foreldra við

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beki Giunta, móðir sextán ára unglingsstúlku í Queensland í Ástralíu, segir mikilvægt fyrir foreldra að vera á varðbergi gagnvart óþokkum á netinu.

Beki varar við þessu í samtali við ástralska fréttamiðilinn news.co.au en tilefnið er dularfull sending sem birtist fyrir utan útidyrnar á heimili fjölskyldunnar á dögunum.

Um var að ræða matarsendingu frá Uber Eats og segir Beki að hún hafi sannarlega ekki pantað neinn mat frá Uber Eats. Hún spurði dóttur sína út í málið sem viðurkenndi að sendingin væri ætluð henni.

Eftir að hafa gengið á dóttur sína og séð óhugnanleg skilaboð í símanum hennar viðurkenndi stúlkan að hafa komist í kynni við mann sem lofaði að gefa henni gjafir gegn því að hún talaði dónalega við hann. Þurfti stúlkan að sjálfsögðu að gefa upp heimilisfang sitt svo sendingin rataði á réttan stað.

„Börn eru svo áhrifagjörn og gera hvað sem er til að fá eitthvað frítt. Þetta er ógeðslegt,“ segir Beki.

Hún fór með síma dóttur sinnar til lögreglunnar enda taldi Beki að maðurinn væri að reyna að tæla ólögráða dóttur hennar.

„Lögregla hafði áhyggjur af þessu enda hafði hún gefið upp heimilisfang okkar. Við sváfum ekki í nokkrar vikur því við héldum að þessi maður myndi brjótast inn til okkar.“

Beki segir að foreldrar þurfi að vera meðvitaðir um símanotkun barna sinna og þetta dæmi – eins og mýmörg önnur – sanni það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu sláandi niðurstöður PISA-könnunarinnar – Ísland eftirbátur annarra þjóða

Sjáðu sláandi niðurstöður PISA-könnunarinnar – Ísland eftirbátur annarra þjóða
Fréttir
Í gær

Mál Eddu Bjarkar – Vilji drengjanna einn dugi ekki til en takmarkaða umgengnin mögulega mannréttindabrot og refsiaðgerð

Mál Eddu Bjarkar – Vilji drengjanna einn dugi ekki til en takmarkaða umgengnin mögulega mannréttindabrot og refsiaðgerð
Fréttir
Í gær

Alvarleg falleinkunn á Litla-Hraun – Mögulega heilsuspillandi ómanneskjulegar aðstæður, illa þjálfaðir fangaverðir og skemmdar tennur

Alvarleg falleinkunn á Litla-Hraun – Mögulega heilsuspillandi ómanneskjulegar aðstæður, illa þjálfaðir fangaverðir og skemmdar tennur