fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Sláandi ásakanir á hendur Ásu Ellerup – Ný vitni segja Ásu hafa vitað mun meira en hún lætur uppi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. október 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Bandaríkjunum rannsakar nú sláandi frásögn meintra vitna sem stigið hafa fram í tengslum við rannsókn þeirra á Rex Heuermann, arkitekt sem grunaður er um að vera raðmorðingi og bera ábyrgð á andláti minnst þriggja kvenna.

Þessar nýju frásagnir tengja arkitektinn við tvær konur, sem fundust látnar á Gilgo-ströndinni fyrir rúmum áratug, þær Shannan Gilbert og Karen Vergata.

Boðað var til blaðamannafundar á miðvikudaginn, en þar steig lögmaðurinn John Rey, sem gætir hagsmuna fjölskyldna Gilbert og Vergata,  fram og sagðist hafa rætt við vitni sem gáfu sig fram eftir að Rex var handtekinn í júlí.

Rétt er að taka fram að saksóknarinn í málinu hefur gefið út að lögregla eigi eftir að leggja mat á vitnisburðinn. Fulltrúar frá lögreglu voru viðstaddir blaðamannafundinn, en vissu ekki tilefni hans fyrirfram.

Tröllvaxinn maður og óttaslegin stúlka

Eitt vitnanna, sem er kona, hefur skrifað undir eiðfesta yfirlýsingu þar sem hún segist hafa starfað sem leigubílstjóri í Suffolk-sýslu haustið 2009. Hún hafi verið kölluð út að hóteli nokkru sem er vinsælt að nota í kynferðislegum tilgangi. Þegar hún kom að hótelinu sá hún tröllvaxinn mann yfirgefa hótelið í miklum flýti. Skömmu síðar kom kona í miklu uppnámi út og settist upp í leigubílinn. Vitnið er sannfært um að þessi kona hafi verið Shannan Gilbert. Konan sagði við vitnið að hún hefði hitt tröllvaxna manninn í gegnum vefsíðuna Craigslist og hafi hann sannfært hana um að koma til Long Island gegn loforði um að hann myndi greiða henni ríkulega fyrir svo hún gæti hjálpað fjölskyldu sinni.

Þegar þau hittust hafi hann afhent henni umslag sem hann sagði innihalda um 150 þúsund krónur í seðlum, og sagt að hún mætti eiga peningana alveg sama hvað þeim færi á milli þetta kvöld.

„En hún sagðist hafa séð bræði í augnaráði hans,“ sagði vitnið. Konan sagðist hafa opnað umslagið þegar maðurinn fór á klósettið og þá séð að það var fullt af pappír en ekki seðlum. Hún varð þá hrædd og hljóp inn á baðherbergi þegar maðurinn kom þaðan út, læsti að sér og hringdi eftir leigubíl.

Shannan Gilbert hvarf árið 2010 og líkamsleifar hennar fundust við Gilgo-ströndina í desember árið 2011. Vitnið segist hafa sagt fjölda manns frá þessu kvöldi og eins sent ábendingu til lögreglu.

„Ég er sannfærð að þessi stúlka var Shannan Gilbert. Ég þekkti óvenjulega augnaumgjörð hennar og óvenjulega rödd. Rex Heuermann lítur út eins og risavaxni maðurinn sem ég sá yfirgefa hótelið.“

Makaskipti heima hjá Ásu og Rex

Annað vitni segist hafa farið á makaskipta-gleðskap heima hjá Rex í febrúar árið 1996. Hún hafi séð auglýsingu fyrir samkomuna á makaskipta-klúbb og ákveðið að mæta með kærasta sínum, sem er lögreglumaður. Þau hafi tekið með sér vændiskonu á skemmtunina, en vitnið telur öruggt að sú kona hafi verið Karen Vergata.

„Hún var svöng og heimilislaus,“ sagði vitnið í yfirlýsingu sinni og bætti við að stúkan hafi verið taugaveikluð en slakað á þegar hún heyrði að kærasti vitnisins væri lögreglumaður. Þau hafi mætt í gleðskapinn og þar hafi hjón tekið á móti þeim. Vitnið telur öruggt að þessi hjón hafi verið Rex Heuermann og eiginkona hans, Ása Guðbjörg Ellerup.

Vitnið og kærasti hennar stunduðu kynlíf með Rex, en Ása hafi afþakkað þrátt fyrir að hafa áður sýnt áhuga.

Þegar þau hafi yfirgefið gleðskapinn sáu þau Karen hlaupa nakta út úr húsinu. Vitnið hafi spurt kærasta sinn hvort þau ættu að skutla henni heim, en kærasti hennar sagt að líklega væru Rex og Karen bara að leika sér.

„Mér leið óþægilega að skilja konuna eftir,“ sagði vitnið og tók fram að minningin hafi verið ljóslifandi í huga hennar er hún sá myndir samhliða fréttum um handtöku Rex.

„Ég fékk áfall og fann fyrir mikilli sorg að hafa skilið hana eftir heima hjá Heuermann. Ég sagði John Ray [lögmanninum] frá þessu því ég varð að ná tali af honum svo Karen myndi ekki falla í gleymskunnar dá.

Karen Vergata hvarf árið 1996 og aflimaðir fætur hennar fundust síðar það ár eyjunni Fire Island. Höfuðkúpa hennar og nokkrar tennur fundust svo árið 2011 á Gilgo-ströndinni.

Skuggalegar hótanir

Þetta sama vitni segir að hún hafi skutlað Heuermann nokkrum vikum eða mánuðum eftir gleðskapinn, en þá neitað að skutla honum á afvikinn stað í skóglendi. Við þetta hafi hann orðið reiður og hótað að drepa hana. Hann hafi sýnt henni byssu en svo yfirgefið bílinn án frekari vandræða.

Allt í allt fundust líkamsleifar 11 einstaklinga við Gilgo-ströndina eftir ítarlega leit síðla árs 2010 og snemma árið 2011. Öllum hafði verið banað, fjórum með áþekkum hætti, en hin líkin höfðu verið hlutuð niður. Rex hefur verið ákærður fyrir andlát þriggja kvenna sem þar fundust, en allar voru ungar konur sem höfðu starfað við vændi. Fleiri hinna látnu voru einnig vændiskonur, eins fannst ungur líffræðilegur karlmaður, sem margir telja að hafi þó verið trans kona, og eins móðir og ungt barn sem ekki hefur tekist að bera kennsl á.

Samkvæmt lögmanninum John Ray segja vitnin að Rex hafi keypt sér vændi í miklu magni, stundum jafnvel pantað til sín tvær konur í einu. Þær hafi komið á heimili hans og hafi Ása Guðbjörg verið á svæðinu, en inni í öðru herbergi. Segja vitnin að Ása Guðbjörg hafi verið meðvituð um hvað maður hennar væri að gera. Í eitt skipti hafi Ása Guðbjörg haft afskipti að vændiskonu sem var á heimili hennar og verið mjög reið. En það hafi ekki verið því maður hennar var að kaupa vændi, heldur því hún fann ekki straujárn.

Algjör fásinna að Ása hafi verið viðstödd

Rétt er að minnast þess að lögregla hefur gefið skýrt út að Ása Guðbjörg hefur ekki stöðu sakbornings í máli ákæruvaldsins geng manni hennar. Hún hafi verið erlendis þegar morðin voru framin og ekkert vitað um það sem maður hennar hafði fyrir stafni á meðan.

Lögmaður Ásu hefur brugðist við framburði þessarar vitna og segir ekkert hæft í þeim. Saksóknari hafi opinberlega lýst því yfir að Ása sé ekki sakborningur og hér sé aðeins um tilraun frá útbrunnum lögmanni til að reyna að glæða lífi í feril sinn. Allar meiningar um að Ása hafi verið heima þegar maður hennar stundaði myrkraverk og keypt vændi, séu algjörlega galna.

„Það hefði ekkert vit í því verið fyrir Ásu Ellerup að vera á efri hæðinni í þessu húsi sem þið hafið öll séð að er mjög lítið, á meðan maður hennar var niðri að „sofa hjá vændiskonum heima hja þeim,“ sagði lögmaður Ásu, Bob Macedonio við Fox fréttastofuna. Hann velti eins fram þeirri spurningu hvort vitnin væru yfirhöfuð trúverðug eða bara á höttunum eftir sínum 15 mínútum í sviðsljósinu.

Ása sótti um skilnað frá Rex fljótlega eftir að hann var handtekinn og hefur borið því staðfast við að handtakan og þær sakir sem á Rex eru bornar hafi komið henni í opna skjöldu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi