fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Jón er aldraður faðir miðaldra fíkils og vill vita hvaða snillingur fann upp á þessu kerfi – „Veit það einhver?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. október 2023 16:08

Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daníelsson er foreldri sem finnur sig í þeirra hörmulegu stöðu að þurfa að berjast fyrir miðaldra dóttur sinni sem glímir við fíknisjúkdóm. Hann segir að þau velferðar-, félags og heilbrigðiskerfi sem aðstoði dóttur hans spili svo illa saman að það hálfa væri hlægilegt. Hann opnar sig um reynslu sína í sláandi pistli sem hann birti hjá Vísi.

Greiða bætur en furða sig svo á því hvað peningurinn er nýttur í

Þar greinir Jón frá því að dóttir hans sé með fíknisjúkdóm. Hún hafi glímt við heimilisleysi í nokkur ár áður en hún fékk loksins íbúð frá Félagsbústöðum. Sjúkdómurinn hafi orðið til þess að hún er í dag metinn öryrki og fær því bætur frá Tryggingastofnun, eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Þennan pening fær dóttir hans inn á bankareikning án nokkurra skilyrða og kemur það því kannski ekki á óvart að peningarnir eru nýttir til að fjármagna sjúkdóminn.

„Þessir peningar duga vel til að greiða lága húsaleigu, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill það sem eftir verður dugar ljómandi vel til að greiða reikninga fyrir rafmagn og hita, sem hún gerir auðvitað ekki. Hún er fíkill. Fyrir þessa peninga er líka gert ráð fyrir að hún kaupi sér eitthvað að éta, sem hún gerir sjaldnast. Hún er fíkill.“

Nýlega var dóttir Jóns útskrifuð af Landspítalanum með lögregluvaldi. Þaðan kom hún út með göngugrind sem henni var greinilega ætlað að nota til að komast heim til sín, íbúð á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Jón hafi bent lækninum á að þetta væri líklega ekki að fara að ganga upp, en læknirinn sýnt lítinn áhuga á aðstoða dótturina. Jón hefur undanfarið reynt að fá dóttur sína flutta í íbúð sem henti betur.

Setuverkfall hjá borginni skilaði skýringum

„Ég var ekki virtur viðlits, fyrr en sama dag og lögreglan færði hana út af Landspítalanum í hjólastól, sem öryggisvörður gerði síðan upptækan. Þennan sama dag gekk ég inn í starfsstöð Velferðarráðs Reykjavíkur, settist niður og tilkynnti að ég færi ekki án skýringa.“

Þarna hafði Jón fengið nóg af því að tala við veggi. Hann fór því í setuverkfall. Skilaði það skýringum sem fólust í því að biðlisti væri eftir íbúðaskiptum og að dóttir Jóns komist ekki á þann lista fyrr en hún gerir upp skuld sína við Félagsbústaði.

„Ef við reynum að draga þetta saman og máta við veruleikann, sýnist mér að aðferðafræðin sem við beitum til að þjónusta fárveika fíkla sé nokkurn veginn þessi:

Við sjáum þeim ekki fyrir húsnæði, rafmagni né upphitun.

Við getum þeim ekki að éta.

Og við sjáum þeim að sjálfsögðu ekki fyrir fíkniefnum.

En við afhendum þeim fúslega peninga til fíkniefnakaupa á svörtum markaði. Nú mega allir verða eins hissa og þeir vilja á þeirri sérvisku fíkla að kaupa sér dóp fyrir húsaleigu- og matarpeningana.“

Þessir peningar dugi reyndar skammt. Enda fíknisjúkdómur harður húsbóndi. Þeir sem við sjúkdóminn glíma þurfa þó að sjá fyrir brýnustu lífsnauðsynjum, fíkniefnunum, með verktakastarfsemi á borð við þjófnað, innbrot eða vændi.

„En það er allt í besta lagi, því við höfum líka byggt upp þetta fína fangelsiskerfi. Að vísu lenda fíklarnir líka á biðlista þar.
Maður tekur auðvitað ofan fyrir þeim snillingi sem fann upp þetta kerfi. Hver var það eiginlega? Veit það einhver?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili