fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 17:30

Héraðsdómur Vestfjarða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. febrúar næstkomandi verður þingfest mál í Héraðsdómi Vestfjarða gegn manni sem ákærður er fyrir kynferðislega áreitni gegn starfskonu á veitingastað á Vestfjörðum.

Atvikið átti sér stað í lok október árið 2021. DV hefur ákæru málsins undir höndum og segir þar að maðurinn hafi strokið yfir brjóst konunnar utan klæða er hún var við störf á veitingahúsinu.

Er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Konan gerir einkaréttarkröfu upp á eina milljón króna í skaða- og miskabætur. Ennfremur krefst hún greiðslu fyrir þóknun til réttargæslumanns.

Í ákæru, sem er nafnhreinsuð, kemur ekki fram á hvaða veitingastað atvikið átti sér stað en veitingahúsið er á Vestfjörðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi