fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Sýknaður af ákæru um nauðgun við Gróttu – Sagðist ætla að gefa konunni Toyota Yaris fyrir kynmök

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 10:00

Gróttuviti og nágrenni. Mynd: Freyja Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 12. janúar var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknudómur yfir manni sem ákærður var fyrir nauðgun í bíl við Gróttu á Seltjarnarnesi í október árið 2021.

Í ákæru er maðurinn sagður hafa haft „með hótunum, ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði við“ konuna, „án hennar samþykkis, en ákærði hótaði A lífláti og líkamsmeiðingum, lagðist ofan á hana þar sem hún sat í fremra farþegasæti bifreiðarinnar, hélt henni niðri, tók af henni síma hennar og sló hana í nokkur skipti í andlitið en á meðan á framangreindu stóð reyndi A ítrekað með orðum og athöfnum að fá ákærða til að láta af háttseminni og kalla eftir hjálp.“

Fólkið er erlent en í dómnum kemur fram að þau kynntust á Facebook og áttu í töluverðum samskiptum á forritinu Messenger áður en þau hittust. Maðurinn bauð konunni í bíltúr eftir að þau höfðu varið tíma með vinkonu brotaþola og öðrum manni á billjarðsstofu. Hið meinta brot átti sér síðan stað eftir að hann hafði stöðvað bílinn við Gróttu á Seltjarnarnesi.

Meðal gagna málsins voru hljóðupptaka þar sem maðurinn sagðist ætla að kaupa bíl hana konunni, Toyota Yaris. Er þetta var borið undir manninn sagðist hann hafa lofað henni bíl gegn kynmökum en hann hafi ekki ætlað að standa við það.

Konan lýsti þessu svo að maðurinn hefði sagt við hana að annaðhvort hefði hún samfarir við hann sjálfviljug og hann gæfi henni bíl að launum eða hann myndi nauðga henni og drepa hana.

Maðurinn neitaði sök. Ekki fundust við skoðun líkamleg merki um ofbeldi og ekki fundust merki sem studdu þann framburð konunnar um að hún hefðí sparkað og slegið í rúður bílsins þegar hún var að veita manninum mótspyrnu. Hins vegar var nýbúið að þrífa bílinn að innan þegar lögregla skoðaði hann.

Það var mat sálfræðinga sem ræddu við konuna er hún leitaði til neyðarmóttöku að hún bæri þess merki að hafa lent í áfalli. „Hafi sálræn einkenni brotaþola samsvarað einkennum sem séu þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir,“ segir um þetta í dómnum.

Framburður beggja fyrir dómi þótti trúverðugur. Það var mat dómsins, að teknu tilliti til allra gagna að ósannað væri að maðurinn hefði nauðgað konunni. Í dómsorði segir:

„Með hliðsjón af framangreindu er það mat dómsins að ósannað sé að ákærði hafi haft samræði við brotaþola án samþykkis hennar. Er þannig ekkert fram komið sem bendir til þess að ákærði hafi fyrir samræðið haft réttmæta ástæðu til að ætla að samþykki brotaþola lægi ekki fyrir. Þá eru ekki fram komin nein þau gögn sem þykja styðja þann framburð brotaþola að ákærði hafi beitt hana ofbeldi umrætt sinn, þ.e. slegið hana ítrekað í andlitið eða haldið henni niðri með valdi. Loks liggja fyrir orð brotaþola gegn orðum ákærða um að hann hafi hótað henni eða beitt hana ólögmætri nauðung, þ. á m. með hótunum vegna stöðu hennar sem […]. Í ljós alls framangreinds og þegar málsgögn eru metin heildstætt telst þannig ósannað að ákærði hafi með hótunum, ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði við brotaþola án hennar samþykkis.“ 

Var maðurinn sýknaður, sem fyrr segir, og bótakröfu konunnnar upp á fjórar milljónir vísað frá. Málskostnaður fellur niður.

Dóminn má lesa hér.

 

 

.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið