fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ríkisendurskoðun slær á putta slugsanna – Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar þar á meðal

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 58% allra þeirra sjóða og stofnanna sem bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar höfðu gengið frá því í desember 2022. Alls eru 693 sjóðir og stofnanir sem eiga að skila slíkum ársreikningum en aðeins 403 þeirra höfðu sent gögnin sem þeim bar inn til en 290 höfðu dregið lappirnar. Þetta kemur fram í skýrslu um skil ársreikninga staðfestra sjóða og stofnana fyrir árið 2021 sem aðgengileg er á vef Ríkisendurskoðunar.

Vantar fullnægjandi verkfæri til að knýja á skil

Þar er meðal annars fjallað um að í nýjasta áhættumati Ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka, sem gefið var út í mars árið 2021, er sérstaklega fjallað um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og ófullnægjandi skil þeirra á ársreikningum síðustu ár. Í áhættuflokkun Ríkislögreglustjóra er áhættan af því að slíkar stofnanir eða sjóðir verði notaðar til að þvætta ólögmætan ávinning metin veruleg. Að mati Ríkisendurskoðunar er mikilvægt að brugðist verði við sem allra fyrst og allra leiða leitað til að bæta skil ársreikninga þessara aðila. Stofnunina vanti þó fullnægjandi verkfæri til að knýja á skilin og hafi margoft bent stjórnvöldum á að virkari lagaúrræði þurfi til.

Meðal þeirra 42 stofnanna og sjóða sem aldrei hafa skilað ársreikningi eru  Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar og stofnun Evu Joly. Stofnár sjóðsins og stofnunarinnar var hins vegar árið 2021 og hafa því aðeins svikist um eitt ár en aðrir hafa gerst sekir um mun alvarlegri trassaskap enda aldrei  skilað ársreikningi þrátt fyrir að hafa verið starfræktir í áratugi.

Uppfært: Í fyrstu útgáfu af fréttinni var mynd birt af kaupsýslumanninum Ólafi Ólafssyni vegna þess að Styrktarsjóður Ólafs Ólafssonar og fjölskyldu var á lista Ríkisendurskoðunar. Þar var þó farið mannavillt og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

Eftirfarandi sjóðir og stofnanir hafa aldrei skilað ársreikningi til Ríkisendurskoðunar (fremst er stofnár)

1993 Msj. Heiðar Baldursdóttur
1997 Styrktarsjóður Icelandic Children Aid (ICA)
1998 Sjst. Skógar
2000 Sjómannaþjónustan í Reykjavík og nágrenni
2004 Minningarsjóður Þorbjörns Árnasonar
2004 Sjálfseignarstofnunin Upplestur
2005 Tobiashús, minningarsjóður um Tobias Jaschke
2007 Hofsbót
2008 Listasjóður Ólafar
2009 Sjálfseignarstofnunin Pianoforte
2010 Sólvellir
2011 Stofnun Evu Joly
2011 Minningarsjóður Harðar Barðdal til styrktar fötluðum kylfingum
2012 Minningarsjóður Péturs W. Kristjánssonar
2012 Minningarsjóður Sigrúnar Mjallar
2013 Minningarsjóður Orra Ómarssonar
2013 Styrktarsjóður Sparnaðar
2014 Styrktarsjóður gigtveikra barna
2014 Styrktarsjóður Tónlistarskóla Ísafjarðar
2015 Gamli bærinn í Múlakoti
2016 Styrktarsjóður Sigtryggs Sigurðssonar glímukappa
2017 The Icelandic Wildlife Fund
2017 Vísindasjóður Samtaka lungnasjúklinga
2018 Minningarsjóður Gísla Ísleifs Aðalsteinssonar
2018 Vinátta í verki
2018 Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar
2019 Minningarsjóður Auðar Guðmundsdóttur og foreldra hennar, Guðmund Guðmundsson og Katrínar Jónasdóttur og foreldra Jóhannesar, Jóhannes Stígsson og Helgu Hróbjartsdóttur
2019 Nýi tónlistarskólinn
2019 Styrktar- og fræðslusjóður um Downs heilkenni
2019 Styrktar- og fræðslusjóður um bráðafæðuofnæmi
2020 Samfélagssjóður Fljótsdals
2020 Skátasjóður Berents Th. Sveinssonar og Laufeyjar Guðbrandsdóttur
2020 Menningarsjóður Hallsteins Sigurðssonar
2021 Elsusjóður, menntasjóður um endómetríósu
2021 Minningar- og styrktarsjóður Heimahlynningar á Akureyri
2021 Sviðslistamiðstöð Íslands
2021 Sollusjóður
2021 Minningarsjóður Huldu Bjarkar
2021 Styrktarsjóður geðheilbrigðis
2021 Stofnun Ólafs Ragnars Grímssonar
2021 Styrktarsjóður Ólafs Ólafssonar og fjölskyldu
2021 Stofnun um líf og list Helga Þorgils Friðjónssonar,myndlistarmanns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar