fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Facebook-svindlari landaði nítjánda dómnum sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var þann 18. janúar sakfelldur fyrir fjársvik í gegnum Facebook og skrautleg þjófnaðarbrot. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.

Haustið 2020 þóttist maðurinn ætla að selja konu TREK-fjallahjól í gegnum Facebook-hópinn Reiðhjól til sölu. Hann fékk konuna til að millifæra á sig 15.000 krónur fyrir fulldempað fjallahjól sem hann hafði auglýst til sölu í hópnum. Hann afhenti konunni hins vegar aldrei hjólið.

Í sömu ákæru eru tilgreind skrautleg þjófnaðabrot mannsins. Þetta sama haust, um tveimur vikum eftir Facebook-svikin, braust hann inn um glugga gistiheimilisins Gesthús á Selfossi og stal þaðan meðal annars: Snjallsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úri, 66°N úlpu, 66°N flísjakka, 66°N buxum, Camelback bakpoka, Under Armour bakpoka, svörtum bakpoka, Solomon 40 Quest skóm, gulri peysu, inniskóm, Ibuprofen geli, sólgleraugum, Beats heyrnartólum, Skull candy heyrnartólum, Sony heyrnartólum, tveimur höfuðljósum, brúnu leðurveski, svörtu hleðslutæki, tvílitum trefli og sígarettupakka.

Áætluð verðmæti þýfisins úr innbrotinu eru um tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn 8 þúsund krónum í reiðufé.

Hann var einnig ákærður fyrir innbrot í íbúðarhús á Selfossi en þar stal hann tveimur úlpum og hátalara.

Loks stal hann Dewalt-veltisög að óþekktu verðmæti við sólpall á Selfossi.

Játaði allt – 18 dómar á bakinu

Maðurinn játaði brot sín að fullu. Fram kemur í dómnum að hann hefur alls 18 sinnum áður verið sakfelldur fyrir brot, þar af eru níu auðgunarbrot. Fram kemur að hann var sakfelldur í Austurríki árið 2009 fyrir þjófnað og í Svíþjóð árið 2015.

Var hann að þessu sinni dæmdur í 90 daga fangelsi og til greiðslu sakarkostnaðar upp á rétt rúmlega 600 þúsund krónur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Nýr þjónustusamningur við Sólheima
Fréttir
Í gær

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum

Anna Kristjáns: Þess vegna eru íbúar á Tenerife búnir að fá nóg af túristum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“