fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Pútín sagður senda særða og veika hermenn á vígvöllinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 05:40

Rússneskir hermenn í Úkraínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að rússneskir hermenn séu mjög veikir eða alvarlega særðir fá þeir ekki að slaka á og jafna sig því þeir eru að sögn sendir strax aftur á vígvöllinn í Úkraínu.

Þýski miðillinn Focus skýrir frá þessu og segir að Vladímír Pútín, forseti, og herforingjar hans taki ekki lengur tillit til heilsufarsástands hermanna.

Miðillinn byggir þessa frétt sína á upplýsingum frá óháðu fréttastofunni Agentstvo. Valentina Melnkikov, ritari samtakanna „Mæðranefndin“, sem eru samtök kvenna sem eiga syni eða eiginmenn á vígvellinum, tjáði sig um þetta við miðilinn. Hún sagði að að „óásættanlega hátt hlutfall hermanna sé sent aftur á vígvöllinn, þrátt fyrir að þeir séu ekki bardagafærir“.

Hermenn með alvarlega lungnabólgu hafa að sögn verið sendir beint aftur á vígvöllinn. Það sama á við um menn með alvarlega líkamlega áverka, þeir eru að sögn sendir aftur á vígvöllinn áður en þeir fá nokkru meðhöndlun að ráði. Það sama er sagt eiga við um unga menn sem hafa fengið heilablóðfall.

Heilbrigðisstarfsfólk í Moskvu er einnig sagt vera byrjað að kvarta undan þessu og mannúðarsamtök taka undir þær kvartanir.

„Við upplifum mál þar sem hermenn, sem hafa fengið nútíma læknismeðferð í hæsta gæðaflokki, fá ekki þá hvíld sem þeir þurfa né endurhæfingu og eru sendir beint aftur á vígvöllinn,“ sagði Olga Demitsjeva, hjá samtökunum Dr. Liza‘s Fair Help.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu