fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segir að helstu ríkisstjórnir hafi viðurkennt hver sé besta leiðin til að stytta stríðið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 07:09

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Víglínurnar í Úkraínu eru enn harðlæstar en þrátt fyrir það verður upphafið á 2023 mjög mikilvægt fyrir þróunina á vígvellinum næstu mánuði. Úkraínumenn ná árangri á stífbónuðum gólfunum og fá þessa dagana stóra vopnapakka. Þetta er vísbending um að raunhæft sé að Úkraínumenn geti sótt fram að herteknu svæðunum og náð árangri.“

Svona hefst grein eftir Jacob Kaarsbo, fyrrum aðalgreinanda hjá leyniþjónustu danska hersins og núverandi sérfræðing hjá hugveitunni Europa, á vef TV2.

Hann segir að allt hafi þetta byrjað 4. janúar þegar Frakkar tilkynntu að þeir ætli að senda Úkraínumönnum létt farartæki af gerðinni AMX-10. Þetta eru brynvarin ökutæki með fallbyssu, sem hafa stundum verið sögð vera „léttir skriðdrekar“ þrátt fyrir að þau séu ekki á beltum. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti Joe Biden, Bandaríkjaforseti, að viðræður stæðu yfir við Úkraínumenn um að láta þá fá svipuð brynvarin ökutæki, Bradley. Sólarhring síðar staðfestu Bandaríkjamenn að Úkraínumenn fái 50 slík ökutæki. Þetta var tilkynnt í sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kom einnig fram að Þjóðverjar sendi Úkraínumönnum 40 Marder, sem eru ökutæki svipuð Bradley og AMX-10.

Kaarsbo segir í grein sinni að afhending þessara ökutækja til Úkraínumanna sé hluti af stærri vopnasendingum sem séu um margt mikilvægar. Fyrir það fyrsta fái úkraínski herinn ákveðinn gæði með því að fá þessa „léttu skriðdreka“ sem séu á margan hátt hannaðir til að eyðileggja rússneska skriðdreka með hreyfanleika sínum, hönnun og þeim vopnum sem þeir eru búnir.

Hann segir að í öðru lagi sýni þetta að nú sé pólitískur vilji meðal Vesturlanda fyrir að láta Úkraínumönnum þyngri vopn í té en áður. Fram að þessu hafi NATO-ríkin, aðallega Þýskaland, verið treg til þess en það sé varla hægt að komast hjá því ef Úkraínumönnum á að takast að rjúfa varnarlínur Rússa á herteknu svæðunum.

Hann segir síðan að í þriðja lagi sé þetta merki um aukinn stuðning Vesturlanda við Úkraínu á þessu ári.

Í fjórða lagi innihalda vopnapakkarnir vopn sem munu skipta sköpum. Pakkinn frá Þjóðverjum innihaldi eitt Patriot-loftvarnarkerfi og nú ráði Úkraínumenn yfir tveimur slíkum kerfum. Það þýði væntanlega að þeir geta flutt önnur loftvarnarkerfi til víglínunnar í stað þess að nota þau til að verja borgir og bæi fyrir árásum Rússa.

Hann bendir á að efasemdarfólk geti sagt að 90 brynvarin ökutæki og aðrar tegundir „léttra skriðdreka“ muni ekki veita Úkraínu mikla yfirburði í stríðinu. „Þeir hafa rétt fyrir sér varðandi það. Punkturinn er þó að þessir vopnapakkar eru líklega bara byrjunin,“ segir hann.

Hann bendir síðan á að enn eigi eftir að koma í ljós hvað til dæmis Bretar og Ítalir muni senda Úkraínumönnum. Það gætu til dæmis verið brynvarin ökutæki.

Hann rekur síðan lauslega hvernig vopnasendingarnar til Úkraínu hafa vaxið með tímanum og þeir fengið sífellt fullkomnari vopn. Allt bendi því til að áframhald verði á slíkum vopnasendingum á næstu vikum. Til dæmis hafi Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni þjálfa 500 úkraínska hermenn í notkun Bradley. Þessi mikli fjöldi bendi til að Úkraínumenn muni fá fleiri Bradley ökutæki. Einnig sé vitað að Frakkar séu að hætta notkun AMX-10 og þeir eigi 240 slík farartæki.

Hann segir að stóra spurningin sé hvort orðið verði við óskum Úkraínumanna um að fá þunga skriðdreka, ekki síst Leopard I og II. Þetta eru þýskir skriðdrekar og hefur Olaf Scholz, kanslari, ekki viljað verða við þessu fram að þessu en vaxandi þrýstingur er á hann erlendis frá um að verða við þessu. Til dæmis lýstu Pólverjar sig reiðubúna til að senda slíka skriðdreka til Úkraínu ef önnur ríki samþykkja það. Einnig er vaxandi þrýstingur innan ríkisstjórnar Scholz um að senda Úkraínumönnum þunga skriðdreka.

Kaarsbo bendir einnig á að í gær hafi Sky News sagt að breska ríkisstjórnin sé að ræða að senda Úkraínumönnum Challenger 2 skriðdreka en þetta eru þungir skriðdrekar.

„Helstu vestrænu ríkisstjórnirnar virðast hafa viðurkennt að besta leiðin til að stytta stríðið sé að láta Úkraínu fá þá hernaðargetu sem þarf til að sigra stríðið,“ segir hann síðan.

Að lokum segir hann að svo virðist sem skilyrðin fyrir stórri sókn Úkraínumanna í vor séu að verða uppfyllt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk