fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Fréttir

Rússar hafa þörf fyrir fleiri hermenn ef þeir vilja landvinninga

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 22:07

Rússneskir hermenn við æfingar. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Rússar vilja frekari landvinninga í Úkraínu þá hafa þeir þörf fyrir miklu fleiri hermenn. Það er því nauðsynlegt fyrir þá að grípa til frekari herkvaðningar til viðbótar þeirri sem var í haust en þá voru 300.000 menn kallaðir í herinn.

Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við TV2 að það sé algjörlega nauðsynlegt fyrir Rússa að fá fleiri hermenn ef þeir vilja ná meira landsvæði á sitt vald í Úkraínu.

Hann var spurður út í þetta í ljósi frétta af því mati úkraínsku leyniþjónustunnar að Rússar séu nú að undirbúa herkvaðningu 500.000 manna til viðbótar.

„Ef Rússar vilja halda því sem þeir hafa á sínu valdi og ná meira, þá þurfa þeir miklu fleiri hermenn. Hvort það eru 500.000, skal ég ekki segja til um, en þeir þurfa marga. Þess vegna erum við mjög mörg sem höfum beðið lengi eftir hvort Rússar muni ganga lengra en að kveðja þá 300.000 menn í herinn, sem þeir hafa nú þegar gert,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að herkvaðning verði „gríðarlega óvinsæl“ í Rússlandi en á hinn bóginn þá séu Rússar „þekktir fyrir að beita róttækum aðferðum gegn óróa í samfélaginu“ og því geti þeim vel tekist að keyra herkvaðningu í gegn.

Segja gríðarlega umfangsmikla herkvaðningu yfirvofandi í Rússlandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu

Skoða megi atburði dagsins sem fyrirboða um framtíð Grænlands og ekki ólíklegt að Ísland komi þar við sögu
Fréttir
Í gær

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“

Dóra Björt sækist eftir 3.-4. sæti hjá Samfylkingunni – „Ég er jafnaðarmanneskja í húð og hár“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu

Nærri áttræð kona féll útbyrðis af skemmtiferðaskipi í Karíbahafinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar

Trump hótar klerkastjórninni í Íran og segist munu koma mótmælendum til bjargar